Ritstjórn Sandkassans tekur ekki þátt í þeim leðjuslag sem rasistar og annað öfgafólk vill sífellt narra okkur út í. Skipulagt níð í garð forsvarsmanna síðunnar vegna okkar góðu baráttu er eitthvað sem við kærum okkur að sjálfsögðu ekki um en er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að við afhjúpum reglulega ribbalda sem kunna enga mannasiði. Viðbrögð öfgamanna eru ávallt ofsafenginn en við höfum þykkan skráp.

Verra er þó þegar ráðist er á stuðningsmenn vefsetursins þegar árásirnar á okkur eru ekki að bíta á. Nokkur dæmi eru um að birtur hafi verið óhroði um okkar stuðningsfólk á subbusíðum netsins. Þeir sem taka á sig högg fyrir okkar málstað eru jafnframt að taka á sig högg sem minnihlutahópar samfélagsins myndu annars fá á sig. Á meðan ráðist er gegn stjórnendum vefsins og stuðningsmönnum eru einhversstaðar í samfélaginu múslimar, flóttamenn og samkynhneigðir sem sleppa við árásir frá ofsafengnu fólki þann daginn.

Við stöndum þó auðvitað þétt saman gegn öllum þeim árásum er beinast gegn ritstjórninni og stuðningsfólki okkar. Við á ritstjórninni munum halda okkar baráttu áfram og hvetjum alla stuðningsmenn okkar til að gefa ekki eftir þó að óvandað fólk geri tilraunir til að níðast á þeim.

Samstaða gegn netbullum

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn