Nafnlaus Facebook síða er notuð til að skíta út undirritaðan sem og þær persónur sem styðja Sandkassann. Arnþrúður Karlsdóttir er mjög virk á síðunni og eru innslög hennar með hreinum einsdæmum. Það er ekki óábyrgt af mér að segja að ég muni ekki eftir annarri eins hegðun frá opinberri persónu hvorki á netinu né á öðrum vettvangi. Það er ekki mikill klassi yfir Arnþrúði og facebook síðunni hennar þar sem hún býsnast við að birta eldgömul málsgögn úr málum sem öllum hefur fyrir löngu síðan annað hvort verið vísað frá af ákæruvaldinu eða fengist niðurstaða í fyrir dómi.
Ekki er einungis verið að herja á undirritaðan með þessu furðulega háttalagi heldur er verið að grafa upp og birta gamlar fyrirsagnir og gömul útkljáð mál úr fortíð ýmissa stuðningsmanna Sandkassans. Þá virðist Arnþrúður ekki velta fyrir sér smáatriðum eins og að seinna hafi sýknudómur fengist í málinu, hún leyfir sér að fara bara inn í málið á fyrra stigi. Þá grefur hún upp umferðarlagabrot á eitt okkar fyrir löngu síðan og ásakannir um ofbeldi gagnvart annarri persónu sem síðar fékkst sýkna í. En Arnþrúður kýs að láta eins og að í landinu séu engir dómstólar og að niðurstaða þeirra skipti engu máli.
 
Ég hef sagt það áður og segi það nú, að Arnþrúður getur haldið áfram að vaða hér um í netheimum í föruneyti ofstopafólks á við meðlimi í Outlaws mótorhjólaklúbbnum og Hells Angels. Hún getur reynt að spila sig eitthvert fínerý í augum almennings í krafti þess að ekki allir nenni að fylgjast með atferli hennar á netinu sem er að sýna afar ógnandi hegðun þeim sem gagnrýna hennar Útvarpsstöð. En klukkan tifar og ekki okkur sem viljum standa vörð um fjölmenningarsamfélagið, heldur henni sjálfri.
 
Ég er ekki frekar en aðrir þeir sem Arnþrúður Karlsdóttir ræðst að í þessum hópi stuðningsmanna Sandkassans, illa haldin af þessu háttalagi Arnþrúðar enda segir hegðun hennar mest um hana sjálfa. Við sem ráðist er á á síðunni með svívirðilegum hætti höfum rætt okkur saman og ákveðið að svara ekki fyrir okkur inni á hennar síðu. Þess í stað ætlum við reka mál okkar á öðrum vettvangi. Arnþrúður og hennar fólk ætti því ekki að álíta það á nokkurn hátt til marks um veikleika að ósómanum sé ekki svarað. Þvert á móti þá verður tekið á þessu máli af fullri hörku en það verður gert á okkar vettvangi en ekki Arnþrúðar Karlsdóttur.
 
Þolendurnir að starfsháttum Útvarps Sögu sem einkennast af hatursorðræðu, eru ekki við sem stöndum vaktina og sitjum undir skítnum, þvert á móti þá er þessi framkoma starfsmanna Útvarps Sögu í okkar garð, grín við hliðina á því umtali sem flóttafólk fær á stöðinni, fólk sem getur ekki svarað fyrir sig. Við svörum fyrir okkur þegar þar að kemur, á þann hátt og á þeim tíma sem okkur hentar.

Arnþrúður Karlsdóttir og hatursorðræðan

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Samstaða gegn rasisma

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.