gw-badgeÉg hef barist fyrir mannréttindum í mörg ár, hef fengið yfir mig tonn af harðri gagnrýni, ljótustu kommentum sem til eru, ég fæ reglulega morðhótanir og skemmdarverk hafa tvíveigis verið unnin á húsinu mínu. Mér er hótað lögsóknum í sífellu, ég er sagður lélegur tónlistarmaður og sagt er að ég sé engin kennari. Svona mætti lengi telja.

En staðreyndin er að þetta skiptir mig engu máli. Enda eru þau mál sem ég er að berjast fyrir mun stærri en persóna mín. Ég er ekki að skapa mér nafn í gegn um mannréttindabaráttu og sá sem gerir það er á mjög rangri leið.

Því er það nú svo að ég álít Töru Margréti Vilhjálmsdóttur formann Samtaka um líkamsvirðingu vera á mjög rangri leið í öllu orði sínu og æði. Ég er fyrir það fyrsta ekki viss um að Tara hafi farið í eitt einasta blaðaviðtal áður en hún  fór í viðtalið hjá Sindra Sindrasyni á Stöð 2. Í öllu falli þá er það nokkur þjálfun að fara í slík viðtöl. Það er t.d. ekki venjan að farið sé eftir fyrirfram gefnu handriti í viðtölum við blaða og fréttafólk. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og Erlu Bjargar (stöð 2) að viðtal Sindra við hana myndi byggja á fyrir fram ákveðnum spurningum sem Erla hefði skrifað.

“Síðan fer hann algjörlega off-script og byrjar að tala um að nú sé annað hvert barn með greiningar. Ég veit ekkert hvað er að gerast, mér er komið algjörlega í opna skjöldu fyrir augum allra landsmanna.”

Það að berjast fyrir mannréttindum er ekki fyrir veiklundað fólk sem kvartar undan árásum að tilefnislausu eða leysir umræður um viðfangsefnið jafnan upp í umræður um sína persónu. Tilefnin munu gera vart við sig og þá getur eftir atvikum verið ástæða til að fara með þau í fjölmiðla, en alls ekki alltaf.

Viðkomandi verður að vera fullkomnlega upptekin af viðfangsefninu sem er staða þeirra mannréttindamála sem viðkomandi gefur sig út fyrir að berjast fyrir.

“Ég horfi allt öðruvísi á fjölmiðla eftir það sem kom í kjölfarið. Ég er svo skaðbrennd af þessari reynslu að ef að brunasárin væru líkamleg lægi ég á gjörgæslu. Og ég er rétt búin að finna smjörþefinn af þessu, það eru miklu fleira af fólki sem hefur lent ítrekað í miklu verra. Fjölmiðlar tóku það mikið upp á sína arma að móta umræðuna í kjölfarið. “

Svar mitt er einfalt: Ég vil ráðleggja Samtökum um líkamsvirðingu, að endurskoða þessa stefnu sína að gera aðsúg með vitfirrtum yfirlýsingum í garð fólks á opinberum vettvangi sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Því það er nú svo að öll vænisýki skaðar einungis málstaðinn og í hvert skipti sem farið er með baráttuna á þennan stað, þá mun það taka gríðarlega langan tíma og vinnu að komast aftur á núllið. Samtök um líkamsvirðingu ættu því að huga undir eins að því að kjósa sér nýjan formann og halda síðan áfram sinni baráttu af einurð í stað tilgerðar.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Samtök um líkamsvirðingu hugsi sinn gang

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.