The Violence of truth

Grein í Fréttablaðinu svarað:

Þvílík bullgrein og algerlega laus við tilvitnanir. Hið rétta er að ég reiddist þegar að Gústaf Níelsson talaði um að vandamál væru innan samfélags Múslima á Íslandi. Hann var ófær um að skýra mál sitt nánar enda eru alls engin vandamál innan samfélags Múslima á Íslandi utan þeirra eðlilegu mála sem koma upp hjá fólki almennt.

Höfundi þykir kannski í lagi að Gústaf Níelsson dylgi um fólk með þessum hætti. Við það að ég hækkaði róminn þá breyttust þessi “vandamál” yfir í vandamál sem gætu komið upp og myndu koma upp. Ekki hvort heldur hvenær.

Er þetta umræðan sem höfundur kallar eftir ?

Þá er það nú svo að Gústaf kallar eftir banni við Múslimatrú, hefur gert það í útvarpi meðal annars. Slíkt bann væri brot á stjórnarskránni sem skiptir höfund kannski jafn litlu máli og hún skiptir Gústaf Níelsson. Í þættinum neitaði Gústaf barasta að hafa sagt þetta, skoðaðu bara Harmageddon fyrir nokkrum mánuðum með yfirskrift hvað þetta varðar. Maður sem neitar eftir behag að hafa sagt eða ritað hluti, er ekki merkilegur pappír. Er það slík umræða sem höfundur kallar eftir ?

Rétt er hjá höfundi að “Óttinn er raunverulegur.” Vandinn er þó ekki raunverulegur. Ef að hugmynd höfundar um heilbrigðar umræður eru að Gústaf Níelsson megi ljúga upp á Innflytjendur, ljúga upp á múslima hér á landi og beinlínis villa um fyrir almenningi þegar kemur að umræðu um nýju útlendingalögin, þá er höfundur illa staddur.

Falskur málflutningur Gústafs og fleiri manna skaðar fjölmenningarsamfélagið og börn múslima sem þurfa að alast upp við tortryggni og andúð umhverfisins. Hver skapar þessa tortryggni og andúð, Gústaf Níelsson og hans fylgisveinar.

Svo virðist sem að höfundur þessarar furðugreinar hafi gefið sér þá hugmynd sína, að á Sandkassanum sé fólk dregið í dilka eftir skoðunum sínum af handahófi. Tja ef hann hefur þá speki frá Gústafi Níelssyni, þá skal mig ekki undra.

Í þættinum strax í byrjun þá virðist hafa farið fram hjá höfundi að ég vísa til þeirrar skilgreiningar sem notast er við. Hana er að finna í texta Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. “Greining: Hatursorðræða í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla”

Ef að höfundur veit það ekki, þá vinnur sú skrifstofa með Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar sem að Gústaf Níelsson var settur út úr.

Eitt af verkefnum skrifstofunnar er:

“standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.”.

Mismunun sú sem fjallað er um hér er brot á mannréttindum.

Landið er alls ekki opið heldur harðlæst. Allur þessi hræðsluáróður Gústafs Níelssonar er einungis til þess fallinn að koma fólki eins og höfundi þessarar greinar úr jafnvægi. Það er rétt að ég hræðist fátt og síst af öllu fólk sem vill vinna landlausu fólki skaða með fölsku propaganda um no go zones í Svíþjóð eins og Gústaf Níelsson gerir.

Krafa höfundar um að ég svari ekki, eða fordæmi ekki áróður sem haldið er á lofti í fjölmiðlum af Gústafi, Jóni Magnússyni eða ýmsum öðrum þeim er tengjast stjórnmálaafli sem ætlar með fingurna í landsstjórnina eftir næstu kosningar, sú krafa er hlægileg.

Það er leyfilegt að vera rasisti, það er leyfilegt að vera Nýrasisti. Endilega haldið ykkar málflutningi á lofti, en ekki láta ykkur detta í hug eitt sekúndubrot að horft verði fram hjá því og þið látnir í friði við þá iðju að krefjast þess að útlendingar verði sviptir mannréttindum sínum. Ég áskil mér lögvarinn rétt minn til að greina jafnaðarmann jafnaðarmann, íhaldsmann íhaldsmann, og rasistann rasista. Það þarf engin að hlusta á mig ef hann/hún vill það ekki, en af einhverjum ástæðum þá er það nú gert, fólk er að hlusta, af hverju ætli það sé? Vill höfundur kannski banna Gunna Waage ?

Sumir hafa lagt það til að mér verði bannað að starfa með börnum vegna þessa. Ekki rekur mig minni til þess að höfundur þessa langhunds hafi eitt einasta skipti snert á þeim afleiðingum sem allt þetta fabrikeraða hatur vinnur börnum þessa lands og framtíðinni.

Ég hef áhyggjur af því hvers lags umhverfi við erum að búa börnum okkar sem nota bene alast upp í algjörri fjölmenningu og hafa engan áhuga á neinu öðru. Hvað á þessi viðbjóðslega tortryggni og hatur í garð útlendinga að þýða. Þetta er landið mitt og ég samþykki þetta ekki. Listinn er ekkert að fara neitt, hann mun standa um ókomna tíð. bkv.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sandkassasiðferði: höfundi svarað

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.