Fyrir all nokkru síðan ritaði ég pistil þar sem ég lét lesendur Sandkassans vita að ég væri hættur og að við blaðinu tækju aðrir góðir menn. Eftir stuttan tíma þurfti ég þó að sækja fram ritvöllinn í þeim tilgangi að svara dylgjum og rangfærslum gagnrýnenda í garð blaðsins og aðstandenda þess.

Staðreyndin er þessi: Á þeim 4 árum sem Sandkassinn hefur starfað þá hefur popúlismi í stjórnmálum einungis sótt í sig veðrið og er nú svo komið að hér eru starfandi 2 nýjar stjórnmálahreyfingar, frelsisflokkurinn og Flokkur Fólksins til viðbótar við Íslensku Þjóðfylkinguna sem allar þrjár gera út á andúð á flóttafólki, herta innflytjendalöggjöf og landamæragæslu og aukna almenna löggæslu. Þá er einnig starfandi hér félagsskapur undir nafninu Vakur, sem einungis verður álitin vera öfgasinnaður félagskapur með kynþáttahatur sem áhugamál.

Sem sagt þá hefur rasismi einungis færst í aukana, orðið skipulagðari og ljótari á þeim tíma sem Sandkassinn hefur starfað. Hvort þetta þýðir að Sandkassanum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt er ekki mál sem ég get dæmt um, en í öllu falli þá eru það mér vonbrigði á hvaða leið þetta samfélag er.

Sú ömurlega vegferð sem hafin er í mörgum vestrænum ríkjum kristallaðist í ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta í fyrradag eftir hryðjuverkið í Charlottesville í Virginíu þar sem hópur Ný-nasista drap unga konu í mótmælum. Trump reyndist ófær um að kenna voðaverkið við gerendurna sem voru öfgaþjóðernis og ný-nasistar. Þess í stað fór hann þá leið að kenna öllum um, jafnt mótmælendum sem árásarmönnum. Þetta gerði Trump í þeim tilgangi að styggja ekki kjósendur sína sem margir eru úr röðum öfgaþjóðernissinna.

Þetta má segja að sé tákn þeirra tíma sem við lifum. Einhversstaðar hættu menn að sjá muninn á réttu og röngu. Það er vandamál í Íslensku samfélagi rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum að fólk þori ekki að kalla rasisma sínu rétta nafni. Það er þó nauðsynlegt í upplýstu lýðræðissamfélagi að hlutirnir séu rétt greindir stjórnmálafræðilega, það að gera það ekki væri hreint út sagt vanræksla. Þeir finnast einnig hér á landi sem rétt eins og Donald Trump forðast að fæla frá sér atkvæði öfgaþjóðernissinna. Þetta verður sagt um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn en þeir hafa engin atkvæði afþakkað fram til þessa.

Í hvað stefnir ?

Jú við erum að gera það sama og Íslensk stjórnvöld gerðu í Heimsstyrjöldinni síðari þegar við sendum gyðinga úr landi (flóttafólk) eða neituðum þeim um landvistarleyfi við komu þeirra hingað. Við erum að endurtaka leikinn en í þetta skiptið á upplýsingaöld þar sem engin mun reyna að bera því við að hafa ekki vitað fullkomnlega hvernig við vorum að koma fram. Nei, þegar við sendum fólk út í opin dauðann með því að þverbrjóta frávísunarákvæði Dyflinarreglugerðarinnar og Flóttamannasamninginn, þá erum við í þetta skiptið öll sek um ódæðið með því að kjósa yfir okkur fulltrúa sem við vitum að munu halda grimmdarverkunum áfram.

Sandkassinn hefur ekki náð að koma í veg fyrir þessa þróun, því miður. Fjölmiðlar á við Morgunblaðið og Vefpressuna eiga mikla sök á stöðu mála. Annar þeirra afkvæmi Sjálfstæðisflokksins og sá síðari afkvæmi Framsóknarflokksins. Meðan að fólk les þessa miðla þá verður vandinnn mikill og þrálátur. Ekki einungis á sviði fjölmenningamála heldur einnig hvað varðar umbætur í umhverfis og auðlindamálum, í samkeppnismálum og almennum kjaramálum. Þeir sem berjast leynt og ljóst gegn fjölmenningu hér á landi eru hinir sömu og vilja enga samkeppni í fiskveiðistjórnunarmálum, þeir vilja halda í gamalt og óbreytt viðskiptaumhverfi sitt.

Það er til að æra óstöðugan að halda rekstri Sandkassans áfram. í fyrsta lagi þá er þetta mikil vinna. Þá er álagið óheyrilegt í formi hótanna og skemmdarverka. Í þriðja lagi þá veldur árangurinn af rekstri Sandkassans mér vonbrigðum því eins og ég sagði hér að ofan þá er öfgaþjóðernishyggja og pólarísering í stórsókn á leiksviði stjórnmálanna, jafnt hér sem annars staðar. Ég skal viðurkenna að mér þykir forvitnilegt að sjá hvernig mál munu þróast án Sandkassans. Ég er ánægður þegar ég lít yfir farin veg. Sandkassinn er og hefur verið harðlínumiðill og er ég sáttur við þá stefnu. Ekkert mun verða fjarlægt af Sandkassanum og hann mun áfram vera aðgengilegur öllum þeim sem vilja kynna sér þróun þessara mála á undanförnum 4 árum eða allar götur frá því að fjandsamleg yfirtaka fór fram á DV á sínum tíma.

Ég vil þakka góðum stuðningsmönnum og þeim sem tekið hafa til hendinni á Sandkassanum og/eða sýnt ótæpilegan stuðning. Carynu Bolívar, Gunnari Hjartarsyni, Haraldi Davíðssyni, Kolbrúnu Ósk Óskarsdóttur, Semu Erlu Serdar, Halldóri Auðari Svanssyni og öllum þeim sem hafa leyft birtingu greina sinna og öllum þeim úr stétt blaðamanna sem staðið hafa með okkur þegar þess hefur þurft og það hefur ekki verið sjaldan.

Með von um betra og fallegra samfélag þar sem hin innri fegurð fær aukið vægi frá því sem er í dag, með von um betri og bjartari tíma þar sem okkur tekst að kenna börnunum okkar eitthvað annað en grimmd.

Verið þið sæl.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sandkassinn kveður

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.