skjáskot Sema

Er einhver sem trúir því ennþá að Útvarp Saga ali ekki á fordómum og hatri hjá fólki?

Fyrir tveimur dögum síðan, eða eftir að annar eigandi ÚS sagði hælisleitendur hér á landi tilheyra hryðjuverkasamtökunum ISIS, fór af stað herferð á netinu sem hvetur fyrirtæki til þess að hætta að auglýsa á Útvarpi Sögu en hátt í þúsund einstaklingar hafa stutt við herferðina.

Eðlilega er ekki búið að ræða mikið annað á Útvarpi Sögu í gær og í dag og þáttastjórnendur voru fljótir að nafngreina þá sem standa eiga að herferðinni. Ég er ein af þeim.

Sannleikurinn hefur ekki verið að vefjast fyrir í málflutningi stöðvarinnar og það á heldur ekki við hér. Þó ég telji herferðina ágætis leið til að vekja athygli á hatursáróðri og fordómum stöðvarinnar á ég ekki heiðurinn að henni.

Þrátt fyrir það eru þáttastjórnendur og stuðningsmenn stöðvarinnar búnir að fara hamförum í skrifum og umræðum um hálftyrkneska hryðjuverkamanninn, skoðanakúgarann, þöggunarkommúnistann og múslimann Semu Erlu.

Þessi dæmi um skilaboðin sem ég er búin að fá í dag og gær sýna afleiðingarnar af slíkum hatursáróðri svart á hvítu.

Svo ég spyr aftur, er einhver sem trúir því ennþá að Útvarp Saga ali ekki á fordómum og hatri hjá fólki? Hvað er þetta annað en hatur og fordómar? Hvar endar þetta? Hvenær ætlum við að segja hingað og ekki lengra?

semaerla

Sannleikurinn vefst fyrir á Útvarpi Sögu

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn