Sérstök viðvörun vegna Sjálfstæðisflokks. Það er mat okkar að ef Sjálfstæðismenn snúa ekki af þeirri leið sem þeir eru á í málefnum flóttafólks og hælisleitenda, þá sé flokkurinn í þessum rituðu orðum að staðsetja sig sem öfgaþjóðernisflokkur. Ósannar og meiðandi staðhæfingar þingmanna og ráðherra, jafnvel formannsins um flóttafólk eru óhugnanleg hegðun svo valdamikils stjórnmálaafls í landinu. Áætlanir flokksins um að taka til reynslu Norðmanna þýða að taka upp starfsaðferðir Norðmanna sem eru að byggja veggi og háar gyrðingar, bjóða flóttafólki frá Sýrlandi fé fyrir að snúa frá landinu og snúa fólki umsvifalaust frá án skimunar ect. Því þetta eru þær starfsaðferðir sem skilað hafa árangri, ef árangur má kalla í flóttamannamálum í Noregi. Þessar aðferðir hugnast Bjarna Benediktssyni. Þetta eru áform Sjálfstæðisflokksins.

Girðing sem reist var árið 2016 af Norðmönnum sem heldur úti flóttafólki frá Sýrlandi.

Segja má að á undanförnum mánuðum hafi orðið skil í þróun andstöðu við innflytjendur hér á landi. Lengi vel einangraðist andúð á flóttafólki við litlar stjórnmálahreyfingar sem hafa notið lítils fylgis, hafa jafnan klúðrað því að skila inn kjörgögnum fyrir tilsettan tíma og/eða hafa grandað sér með einum eða öðrum hætti sökum innbyrðis deilna.

Nú er svo komið að stærsti og valdamesti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur tekið upp helstu stefnumál þessara litlu og illa skipulögðu flokka en þau eru hert landamæragæsla og löggæsla, hertar reglur um móttöku hælisleitenda og endurbætur á þessum sviðum að Norskri fyrirmynd.

Rökstuðningurinn er að hingað sé að fara að flæða inn milljón flóttamenn og að heppilegra sé að aðstoða flóttafólk í flóttamannabúðum í stað þess að bjóða því fólki hingað. Raunar hefur sú skoðun verið nokkuð ríkjandi innan Sjálfstæðisflokksins að menningarlega árekstra beri að forðast með þessari aðferð.

Þetta er málflutningur sem við könnumst við frá ýmsum löndum í Evrópu og er lýsandi fyrir persónur eins og Marine Le Pen formann Frönsku Þjóðfylkingarinnar, Geert Wilders formann Frelsisflokksins í Hollandi, Sylvi Listhaug ráðherra innflytjendamála í Noregi, Donald Trump forseta Bandaríkjanna.

Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson er fráfarandi forsætisráðherra Íslands. Bjarni hefur að undanförnu tekið upp helstu áherslur þessara persóna sem nefndar voru hér að ofan.

  1. Gerst sekur um hræðsluáróður
  2. Ítrekað sett fram rangar og beinlínis falskar upplýsingar í þeim tilgangi að sverta flóttafólk.
  3. Átt þátt í því að festa í sessi nýtt hugtak: „tilhæfulausar umsóknir“ hælisleitenda og unnið að því að koma á fyrirkomulagi þar sem fólki frá vissum ríkjum sé vísað frá samdægurs.
  4. Látið í veðri liggja að hægt sé að lækka kostnað vegna hælisleitenda.

Þá er Bjarni Benediktsson fastagestur á Útvarpsstöðinni Útvarp Saga en stöðin er umfjöllunarefni ECRI skýrslu Evrópuráðsins vegna hatursáróðurs í garð minnihlutahópa. Þess utan hefur helsti starfsmaður stöðvarinnar sætt ákæru vegna hatursorðræðu í útsendingu.

Bjarni Benediktsson hefur gert sérstaklega að umræðuefni sínu fjölskyldu frá Albaníu sem hann segir að mistök hafi verið að veita hér hæli. Það er með öllu óeðlilegt af forsætisráðherra að gera málefni tilgreindrar fjölskyldu að bitbeini í sinni pólitísku baráttu með því að draga persónuleg mál fjölskyldunnar inn í samtal við kjósendur fyrir kosningar.

Bjarni hefur sagt að hér þurfi líklega að taka upp vegabréfaskoðun enda sé hættan á innflæði flóttafólks slík að hér megi búast við milljón manns. Hér fer Bjarni að sjálfsögðu með staðhæfingar án stoða.

Þjóðernisöfgar hafa verið á mikilli uppleið innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnu kjörtímabili og má greina þetta í framgöngu jafnt ráðherra og þingmanna hans. Ber þá helst að nefna Dómsmálaráðherra Sigríðar Á. Andersen, þingmanninn Ásmund Friðriksson, þingmanninn Óla Björn Kárason.

Nánar er fjallað um þessa þætti sem taldir hafa verið upp í Kosningavakt Sandkassans 2017 (sjá hér neðst í greininni).

Bjarni Benediktsson segist vilja horfa til reynslu Norðmanna. Norðmenn gangsettu stórhertar starfsreglur árið 2015. Þar á meðal er flóttafólki frá Sýrlandi boðið fé fyrir að hverfa aftur frá Noregi. Noregur hefur hlotið harða gagnrýni fyrir harðlínu og m.a. hafa ólöglegar fjöldabrottvísanir þeirra sætt harðri gagnrýni Human Rights Watch. Nú er svo komið að flóttafólk leggur helst ekki leið sína til Noregs.

Norðmenn byggðu vegg árið 2016 milli Rússlands og Noregs sem kemur í veg fyrir að flóttafólk komist yfir til Noregs frá Rússlandi. Veggnum er ætlað að stöðva flóttafólk frá Miðausturlöndum, sérstaklega Sýrlandi, í að komast til Noregs frá Rússlandi.

Það verður að segjast að í landi eins og Íslandi þar sem fátt hefur í raun bjátað á, þá skuli koma fram stjórnmálamaður úr efri stétt atvinnulífsins sem er svo í nöp við flóttafólk og raun ber vitni í tilfelli Bjarna Benediktssonar. Ekki hefur hann þurft að lifa við skort eða fátækt. Þó er það nú svo að margir þeirra sem vilja að við uppfyllum alþjóðlegar skuldbindingar okkar í aðstoð við flóttafólk, eru einmitt einstaklingar sem ekki hafa alltaf búið við það mikla öryggi sem Bjarni Benediktsson þó einungis þekkir enda alin upp í vellistingum.

Kosningavakt 2017. Sjálfstæðisflokkurinn: Aðvörun

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sérstök viðvörun til Bjarna Benedikssonar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.