mugabe-cabinet-0000

Robert Mugabe, hinn 93 ára gamli forseti og einræðisherra Zimbabwe er meðal félaga Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Panama skjölunum sem birt voru í fyrra. Hvorki Robert Mugabe né Bjarni Benediktsson hafa hugsað sér að segja af sér embætti vegna málsins. Báðir eru þeir aðdáendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Ef að Bjarni Benediktsson ætlar að sitja á stóli forsætisráðherra eftir óheilindin sem hann hefur sýnt af sér í tengslum við skattamál sín, þá er hann að gera afbrot stjórnmálamanna að eðlilegum hlut. Bjarni segist hafa talið fram til skatts hér á landi, þetta er þó ekki alls kostar rétt því það er engin leið til að ganga úr skugga um uppruna þeirra gagna sem hann hefur lagt fram. Gögn úr skattaskjólum eru einfaldlega þess eðlis að þau eru ekki marktæk. Það verður því aldrei hægt að segja með vissu að Bjarni hafi de facto talið eðlilega fram til skatts.

gw-badgeÞetta veit lögmaðurinn og það sem meira er þá vita kjósendur þetta vel flestir. Einhver hluti kjósenda kýs þó Sjálfstæðisflokkinn vitandi að hann er óheiðarlegur og er það mjög slæmt. Það eru einfaldlega neikvæð skilaboð sem felast í því til ungs fólks að það eigi að sætta sig við spillingu og óheiðarleika stjórnmálamanna.

Síðan bætir Bjarni Benediktsson í með því að sitja á skýrslu um aflandsmál fram yfir kosningar. Bíræfnin er síðan slík að hann bliknar ekki einu sinni þegar hann er inntur skýringa á þessu.

Kjósendur eiga ekki að sætta sig við óheiðarlegan ráðherra eða þingmann ef því er að skipta enda getur fólk bara ímyndað sér hvernig almennir starfshættir mannsins hljóta að vera í öðrum málum. Illa innréttaður embættismaður getur nefnilega unnið mikin skaða, jafnvel þótt hann brjóti ekki lögin. Þegar að ljóst er hvert hugarfar mannsins er, þá ber að hafna slíkum manni og það kemur í hlut kjósenda.

Bjarni Benediktsson hefur ekki leynt aðdáun sinni á Donald Trump forseta Bandaríkjanna og hefur sagt Donald Trump vera mann sem kemur hlutum í verk. Donald Trump er hættulegasti maður sem komið hefur fram á sjónarsviðið frá lokum seinni heimsstyrjaldar og einungis fyrir nokkrum dögum sendi hann herinn út á götur viða um Bandaríkin til að smala saman ólöglegum innflytjendum, hundruðir manna voru handteknir. Donald Trump brýtur stjórnarskrá Bandaríkjanna og alþjóðalög sér til gamans og þetta vekur engar áhyggjur hjá Íslenskum forsætisráðherra.

Við eigum ekki að sætta okkur við Bjarna Benediktsson á ráðherrastóli, ekki frekar en við höfum sætt okkur við aðra þá stjórnmálamenn og konur sem geyma auð sinn í skattaskjólum og svíkja undan skatti.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Siðblindur forsætisráðherra á að segja af sér

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.