Mynd: Heiða Helgadóttir

Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórn Siðmenntar lýsir yfir stuðningi við aðgerðir prestanna Kristínar Þórunnar Tómasdóttur og Toshiki Toma í Laugarneskirkju í þágu flóttamanna. Þau hafa opnað kirkju sína fyrir flóttamönnum sem bíða brottvísunar, í krafti fornrar hefðar fyrir kirkjugriðum, sem Útlendingastofnun hafði að engu.

Siðmennt tekur undir gagnrýni þeirra á að Útlendingastofnun beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Margoft hefur verið bent á að heimildir séu fyrir annarri nálgun við úrvinnslu mála hjá stofnuninni bæði við afgreiðslu mála þeirra en einnig við sjálfa útvísun þeirra. Svo virðist sem meðferð mála hjá Útlendingastofnun byggi á þröngri túlkun þess lagaramma sem stuðst er við.

Siðmennt hvetur stjórnvöld að styðjast við mannúðarsjónarmið og mannréttindi þeirra sem hlut eiga að máli

Siðmennt styður presta sem vinna að málefnum flóttamanna

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn