Sjaldan hefur verið jafn skýrt og nú, fyrir hvern Sigmundur Davíð Gunnlaugsson starfar í raun. Í félagi við Bjarna Benediktsson, þá hefur hann nú undirritað búvörusamning til 10 ára sem mun verða þungur á fjárlögum. Rökin sem Sigmundur Davíð leggur m.a. fram eru að Heilbrigðiskerfið sé að fá svo og svo mikið. Hver tengslin eru á milli bænda og heilbrigðiskerfisins þegar kemur að fjárlagagerð, fylgir ekki sögunni. Líklegast heldur Sigmundur Davíð í einfeldni sinni að þessi samlíking sé auðskilin og eðlileg. Engin samkeppni skal því ríkja á búvörumarkaði næstu 10 árin og greiðslubyrðin á ári hverju fyrir ríkið er óheyrileg. Svo ekki sé minnst á geðveikislega framsetningu málsins og undirritun samningsins án aðkomu alþingis.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 20. Maí 2015, segist Bjarni vilja bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda.

Bjarni segir einnig í greininni að fyrirhugaðar breytingar vera einar allra mestu sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni frá upphafi og að þær væru til þess fallnar að varða veginn fyrir frekari endurskoðun.

Takið eftir þessum orðum Bjarna: “,,,,að þær væru til þess fallnar að varða veginn fyrir frekari endurskoðun

Það þarf síðan engan að undra að Bjarna hefur tekist að galdra fram auðlindaákvæði sem gerir ráð fyrir sveigjanlegri gjaldtöku eftir því hvaða flokkar eru í meirihluta á alþingi hverju sinni, þvert á auðlindaákvæðið sem Stjórnlagaráð skilaði af sér. Ástæðan er einföld fyrir skyndilegum áhuga Bjarna á stjórnarskránni, hún er sú að “,,,,,varða veginn fyrir frekari endurskoðun

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sigmundur & Bjarni – Buda & Pest

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.