Fasistaflokkur

“Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins máttu sæta mjög grimmum árásum andstæðinga,,,”

Drottningarræða Sigmundar Davíðs forsætisráðherra í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í DV í dag, er eitt það sjúklegasta raus stjórnmálaforingja sem ég man eftir. Heilar fjórar blaðsíður setur ritstjórn DV í ofsóknarkenningar og paranoyu Sigmundar Davíðs sem hefur eitthvert ótrúlegt lag á því að álíta allt milli himins og jarðar vera skipulega aðför að sér eða flokknum og sérhannaða atburðarás pólitískra andstæðinga:

“Þetta er mjög gott dæmi um það hvernig menn notuðu tilefni til að draga upp mynd af flokknum”

Þetta er lýsandi fyrir persónutöfra Sigmundar Davíðs, það er sí og æ verið að draga upp mynd af honum og flokknum af vondu fólki og í annarlegum tilgangi. Hann er á þeirri skoðun að ómaklega hafi verið komið fram við borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og staðfestir með því stuðning sinn við stefnu borgarfulltrúa flokksins sem vilja að fólki sé mismunað eftir trúarsannfæringu, leynd verði létt af trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur og svo mætti lengi telja. Ofstækistal Sigmundar nær hér nýjum hæðum:

“Mér þótti það þá og þykir það en vera eitthvert lægsta pólitíska bragð og framganga sem ég hef séð frá því ég byrjaði í stjórnmálum, og þótt mun lengra væri aftur litið. Þetta mál hefði aldrei þurft að snúast um meira en skipulagsmál en í stað þess að ræða málið á þeim forsendum var reynt að gera það að einhverju allt öðru en það var. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins máttu sæta mjög grimmum árásum andstæðinga sem hugsanlega leiddu til þess að þær fóru að verja sig með ummælum sem þær hafa síðan viðurkennt að voru óviðeigandi. En í grunninn er þetta dæmi um mál þar sem sama vitleysan var endurtekin nógu oft til að koma ákveðnum stimpli á stærri hóp fólks.”

Hér er Framsóknarflokkurinn orðin sá sem sætir árásum í vitfirrtum kolli Forsætisráðherra Íslands.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sigmundur: “Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins máttu sæta mjög grimmum árásum”

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.