Arnþrúður KarlsdóttirÞað er ekki frá því að maður sé farin að heyra samtón með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og innhringjendum á Útvarpi Sögu.

Ekki er hægt að skilja málflutning Sigmundar Davíðs öðruvísi en að hann telji stöðu flóttamanna í Evrópu vera fyrst og fremst til komna af lélegri landamæragæslu. Lengra nær skilningur Sigmundar Davíðs á skelfilegum aðstæðum flóttamanna ekki.

Sigmundur Davíð á sér skoðanabræður meðal innhringjenda á Útvarpi Sögu ef marka má könnun stöðvarinnar, vandamálið er að neðst á síðunni stendur að einungis 67 hafi greitt atkvæði, hér er því á ferðinni lítill sértrúarsöfnuður.

Sigmundur Davíð er tilfinningalega bæklaður, finnur ekki til samkenndar og er ófær um að finna til skyldu sinnar í þessu máli. Þess vegna kemur það í hlut stjórnarandstöðuflokkanna að smíða tillögu í málinu bæklunar Forsætisráðherra. Um leið er maðurinn einangraður í afstöðu sinni ef mið er tekið af vilja þjóðarinnar í málinu í skoðannakönnunum, nema hjá Útvarpi Sögu, þar virðist Sigmundur eiga sér sinn sértrúarsöfnuð, nánar til tekið: 67 stk.

 

Útvarp Saga

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sigmundur Davíð í liði með Útvarpi Sögu

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.