monkey-not-listening

“Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi,,,”

Sigmundur Davíð, rétt eins og margir aðrir stjórnmálamenn er ekki búin að átta sig á þeirri veröld sem hann lifir í. Gagnrýni er sett fram í dag svo til án ritskoðunar, sem dæmi þá yrði afar erfitt fyrir Sigmund Davíð að fá þessu vefriti, Sandkassanum, lokað. Sandkassinn er hýstur á server í Bandaríkjunum. Þetta er erfiður veruleiki fyrir flokksdindla sem eru aliræktaðir af gamla fjórflokknum. Allir geta gagnrýnt. Ég, Gunnar Waage trommuleikari, skrifa ekki alveg  alla daga og venjulega ekki nema einn pistil í einu. En þegar ég skrifa, þá er ég oftar en ekki í barráttunni um ca. 5 efstu sætin yfir vinsælustu bloggarana á bloggáttinni. Þar er ég í slag við Jónas Kristjánsson, Egil Helgason og Gunnar Smára um efsta sætið. Þó hamast Egill við að rita 3 pistla á dag til að halda sér inni.

Hægt er að senda Egil Helgason í að gera lítið úr öðrum álitsgjöfum, miðlum eða fjölmiðlum, þar á meðal mér geri ég ráð fyrir enda stend ég utan allra stjórnmálaflokka og spila í annarri takttegund. En vandamálið er bara að jafn margir lesa pistlana mína og hans. Egill getur því látið sig dreyma vissulega og megi hann bara njóta.

En Sigmundur Davíð er ekki búin að átta sig á að nú er enginn ritstjóri Moggans eða Tímans sem getur passað hann og komið í veg fyrir að raddir illmenna og vondra vætta, á við þá rödd sem hér talar, heyrist til jafns við raddir þeirra hryggleysingja og lindýra sem lúta stjórn gömlu ritstjóranna svo ekki sé minnst á leigupennana, bloggara sem fá greitt fyrir sín skrif. Lesendur þekkja þá út með tíð og tíma. Lesendur hafa ekki lengur áhuga á predíkunum í anda Jónasar frá Hriflu, Sigmundur Davíð er tímaskekkja sem engin nennir að hlusta á.

Eftirfarandi yfirlýsing forsætisráðherra lýsir því í mínum huga veruleikafirrtum bjána sem skilur ekki umhverfi sitt til hlítar. Þessi fórnarlambsvæðing og vælugangur yfir engu. Og veruleikafirring Sigmundar sem heldur honum í þeirri trú að yfirlýsing send á fjölmiðla þar sem hann segist ekki hafa verið viðriðinn yfirtökuna á DV, að slík yfirlýsing frá honum sé eitthvað sem fólk tekur til greina á Íslandi árið 2015. Svo er bara ekki og allur almenningur krefst þess í dag að vera upplýstur með gögnum en ekki mataður með söng og dansi. Höldum því til haga að í aðdraganda yfirtökunar á DV, lýstu stjórnarliðar andstyggð sinni á DV vegna þess að blaðið væri að bera rangar sakir á Innanríkisráðherra sem nú hefur vikið sæti. Þessi krafa almennings um að stjónmálamenn skýri frá málsatvikum og hreint út sagt sanni mál sitt í stað umvöndunar og ergelsis viðkomandi, þessi krafa er meðal annars komin til af aukinni menntun þjóðarinnar allrar, sem og þægilegu aðgengi að gögnum á netinu.

En Sigmundur ætlast til að fólk kaupi þessa vellu;

“Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi,,,”

Ég hefði þó ekki trúað því að óreyndu að formaður eins stjórnmálaflokks og þingflokksformaður annars myndu leggjast svo lágt að reyna að nýta sér hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns í pólitískum tilgangi, eins og nú hefur gerst. Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.

Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.”

Svar; Eini maðurinn sem dylgjar og hefur raunar gert sér stjórnmálaferil úr dylgjum, er sjálfur forsætisráðherra.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sigmundur Davíð og vonda fólkið allt í kring

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.