punktur 3Hér á eftir fer samþykkt þingflokks Framsóknarflokksins síðan í dag. Við athugun kemur í ljós að í raun mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki segja af sér embætti forsætisráðherra. Þetta sætir furðu enda virðist sem að menn hafi rekið augun í fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið sendir erlendum fjölmiðlum og hefur síðan ratað á twitter. Þá er Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins inntur af þessu af blaðamanni Stundarinnar.

Víða um heim hefur verið sagt frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér embætti og það hefur einnig verið skilningur almennings sem og fjölmiðla hér heima á Íslandi. Jafnvel hefur það verið skilningur þingmanna flokksins ef marka má svör Ásmundar Einars Daðasonar við blaðamann Stundarinnar.

En annað kemur í ljós, í raun segir samþykkt þingflokksins frá því í dag allt annað, nefnilega að Sigmundur Davíð sé að stíga til hliðar um óákveðin tíma. Hér á eftir fer samþykktin frá fundi þingflokks Framsóknarflokksins:

„For­sæt­is­ráðherra legg­ur til að vara­formaður flokks­ins taki við embætti for­sæt­is­ráðherra svo það megi verða til að rík­is­stjórn­in geti lokið þeim mik­il­væg­um verk­um sem hún hef­ur unnið að og varða mik­il­væga þjóðar­hags­muni.

Þing­flokk­ur­inn lýs­ir ánægju með þá virðing­ar­verðu af­stöðu for­manns­ins sem felst í því að hann skuli vera reiðubú­inn að stíga þetta skref til að gera rík­is­stjórn­inni kleift að vinna áfram að þeim mik­il­vægu verk­efn­um sem nú liggja fyr­ir.  Þing­flokk­ur­inn styður eft­ir sem áður formann flokks­ins og þykir mik­il­vægt að halda áfram þeirri vinnu sem sem formaður­inn hef­ur átt svo stór­an þátt í að leggja grunn að.

Formaður, vara­formaður og aðrir þing­menn flokks­ins eru sam­mála um að  mik­il­vægt sé að halda áfram að upp­lýsa um þann fjölda fyr­ir­tækja í eigu Íslend­inga sem skráð eru er­lend­is til að tryggja að all­ir standi skil á sínu til sam­fé­lags­ins eins og formaður flokks­ins og kona hans hafa gert.“

Sigmundur ekki að segja af sér

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn