maxresdefault

Meðan afætur landsins standa vörð um fiskinn okkar í sjónum og greiða sér út himinháar arðgreiðslur af fiskinum okkar, þá geta stjórnarliðar sem allir standa vörð um þetta stærsta arðrán Íslandssögunar, vorkennt þjóðinni. Þeir finna til með okkur og skilja okkur vel. Þeir færa upp leiksýningu þar sem þeir senda stjórnarmönnum í HP Granda vemmileg skilaboð um allt of háar launagreiðslur til stjórnarmanna. Án efa hefur Sigmundur Davíð bjallað í stjórnarformann HP Granda og útskýrt fyrir honum að hann þyrfti bara að gera þetta. En auðvitað væri þetta meiningarlaust og hann hefði ekkert að óttast.

Meðan að auðlindin er í höndum þessara manna, þá verður aldrei hægt að reka almennilega skólakerfið, heilbrigðiskerfið, og Ísland verður áfram láglaunaland. Vemmileg hetjuleg orð Sigmundar eða Jóhönnu, breyta engu með það. En hvað ætla Íslenskir kjósendur að gera í málinu ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sigmundur landsfaðir sýnir okkur samkennd

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.