Það virðist vera lenska hjá forystu Sjálfstæðisflokksins að tefla fram konum í stól ráðherra dómsmála. Nýjasti fjarstýrði dróninn í þessu embætti er Sigríður Á. Andersen sem verið hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Suður. Sigríður hefur oft komist í fréttir fyrir furðuleg ummæli og torskildar pólitískar áherslur.

 

UTL_2Við erum orðin vön því að Sjálfstæðisflokkurinn útnefni fólk til þessa embættis sem að sér fyrst og fremst ástæðu til að höggva í kostnaðarliði ráðuneytisins. Má í þessu efni minnast lekamálsins og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en hennar helsta takmark í málefnum hælisleitenda var að skera niður kostnað.

Sá sem að hér situr er ekki sérlega bjartsýnn á framtíðina með Sigríði Á. Andersen sem ráðherra útlendingamála. Reynslumeiri lögmaður hefði verið betri kostur og mætti þar nefna Brynjar Níelsson Hæstarréttarlögmann og þingmann Sjálfstæðisflokksins en hann hefur gengt embætti innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Norðdal vegna veikinda. Það er engum blöðum um að fletta að Brynjar er langfærasti og reynslumesti lögfræðingurinn í stjórnarliði Sjálfstæðisflokksins. Líklegast er það einmitt ástæða þess að hann fékk ekki ráðuneytið, það er þá talið heillavænlegra fyrir flokkinn að vera með fjarstýrðan dróna í starfinu sem vill fátt annað en að vinna vel fyrir flokksforystuna og Bjarna Benediktsson.

_MG_7603aEn um leið og reynsla Sigríðar er takmörkuð bæði á sviði lögfræði þar sem hún virðist eingöngu hafa starfað innan viðskiptalífsins, sem og í þinginu en þar hefur hún verið minniháttar, þá eru ýmsar furðulegar áherslur hennar slíkar, að maður óttast að hér fari ráðherra sem beinlínis hafi gaman af að taka furðulega afstöðu í málum. Störf hennar fyrir Andríki eða Vefþjóðviljann til margra ára eru einnig til að kynda undir þeirri tilfinningu manns að hér fari persóna sem gengur ekki alveg á öllum cylindrum.

Til að gegna embætti ráðherra Útlendingamála þá sér maður ástæðu til að efast um hæfni Sigríðar, hún hefur tilhneigingu til að ofureinfalda ýmis mál, hvort sem er mannréttindamál eða veggur kommentumhverfismál í stað þess að taka faglega og yfirvegaða afstöðu. Þetta er ekki góður hæfileiki til að takast á við málefni flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda almennt. Hér er á ferðinni viðkvæmur málaflokkur þar sem að fólk, oft aðframkomið af hörmungum og áföllum sem yfir það hafa dunið, þarf á mannúðlegri þjónustu að halda, svartur húmor og frjálshyggjusláttur Sigríðar Á. Andersen virðist manni í fljótu bragði ekki vera það sem að kallað er eftir í samfélaginu þegar kemur að rekstri Útlendingastofnunar og Áfrýjunarnefnd Útlendingamála.

Sú afstaða er almenn eða um 80% landsmanna að meira verði að gera fyrir flóttafólk, verður Sigríður sammála þeirri afstöðu eða ætlar hún að halda áfram rekstri þeirrar harðlínu ÚTL sem hefur verið ríkjandi í fullkominni andstöðu við tilfinningu meirihluta þjóðarinnar ? Ég geri fyllilega ráð fyrir hinu síðarnefnda.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar er kaflinn um útlendingamál eftirfarandi:

Innflytjendur og útlendingamál
Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga
samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í
íslensku samfélagi.

Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri
flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra
stofnana.

Styðja verður við innleiðingu nýrra útlendingalaga til þess að tryggja virkni þeirra gagnvart viðeigandi
stofnunum og þjónustu. Hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um
alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, og
afgreiðslutími styttur án þess að það bitni á vandaðri málsmeðferð.

Einfalda skal veitingu atvinnuleyfa fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins. Meta ber menntun
þeirra sem flytjast til Íslands að verðleikum og tryggja að aðbúnaður geri landið eftirsóknarvert til
framtíðar.”

Það eina sem merkja má sem nýtt í stefnu stjórnarinnar er síðasti hlutinn þar sem að talað er um að einfalda veitingu atvinnuleyfa fyrir fólk utan EES. Þessi áhersla byggir á hugarfóstri Pawel Bartoszek þingmanns Viðreisnar. En hafa skal í huga að í sáttmálanum segir ekki að auka eigi eða auðvelda aðgengi fólks sem hingað kemur frá löndum utan EES svæðisins, heldur gefur þessi nýja stjórn sér gott svigrúm til að túlka yfirlýsinguna eftir á. Hér er því þetta barráttumál Pawels nokkuð útþynnt en gott og vel, sjáum hvað verður þótt ég sé ekki bjartsýnn.

Talað er um að taka á móti fleiri flóttamönnum en ekki er sagt að aukin skuli sá fjöldi sem við höfum tekið við á ársgrundvelli en hann hefur verið afar rýr. Sáttmálann má einungis skilja sem svo að haldið verði áfram á sömu braut og á síðasta kjörtímabili. Þetta er vont og alls ekki í samræmi við fagurgla Bjartrar Framtíðar sem dæmi.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra fær því frítt spil, engar nýjar áherslur í raun og veru. Hún fær að halda áfram þaðan sem frá var horfið. Báðir samstarfsflokkarnir, Viðreisn og Björt Framtíð, gáfu í raun eftir stefnu sína í útlendingamálum og fengu ekkert naglfast inn í stjórnarsáttmálann.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sigríður Á. Andersen og stjórnarsáttmálinn

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.