Bjarni Benediktsson er maðurinn sem hringir símtöl niður í Seðlabanka og fiktar við verðbólgumarkmiðin en þetta er jú vinnulag sem þekkist ekki í siðmenntuðum ríkjum. Bjarni Benediktsson er maðurinn sem sér stórmun á því, að yfirstéttin fái milljarða á milljarða ofan í arðgreiðslur annars vegar, eða að alþýðan fái mannsæmandi laun hins vegar.

Peningar eru peningar, og peningar yfirstéttarinnar skila sér út í hagkerfið, rétt eins og laun alþýðufólks. En Bjarni Benediktsson kýs að horfa smeðjulega fram hjá arðgreiðslum og risakauphækkunum yfirstéttarinnar sem alls ekki má skattleggja.

Nú er komplott Bjarna Benediktssonar í stjórnarskrármálinu að líta dagsins ljós og svo virðist sem formenn VG og Bjartrar Framtíðar leggist flatir fyrir þessu ráðabruggi. Auðlindaákvæði Bjarna Benediktssonar verður fyrst og fremst til þess hannað að verja hagsmuni útgerðarinnar og þeir sem gæla við þá hugmynd að Bjarni Benediktsson hafi eitthvað annað á prjónunum, þjást af annað hvort greindarskorti eða heimsku.

Bjarni Benediktsson veit aftur á móti vel, að þolinmæði almennings gagnvart misskiptingu og hreinum þjófnaði flokkseigenda Sjálfstæðisflokksins á sjávarauðlindinni, sú þolinmæði alþýðunnar er á þrotum. Enginn hefur trú á hæfni eða getu Bjarna Benediktssonar til þess að setja fram þær tillögur að auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem alþýða manna mun sætta sig við. Enginn!

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna ættu því að stíga meira en varlega til jarðar í málinu. Ljóst er þó að Bjarni veit að þessar breytingar eru yfirvofandi, þær eru í farvatninu og hann hefur hugsað sér að setja málið í klemmu áður en ný stjórn kemst til valda sem sker upp kvótakerfið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og LÍÚ má ekki verða að möguleika í framhaldi af næstu kosningum og stjórnarandstöðunni ber að hafna öllu fikti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í stjórnarskránni sem og öllu fikti fjármálaráðherra í verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Nú fyrst að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja nú setja inn ákvæði um framsal á ríkisvaldi sem margir settu sig upp á móti í þeirri stjórnarskrá sem þó var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá væri réttast að innleiða bara þá stjórnarskrá ásamt þeim auðlindaákvæðum sem þar er að finna.

Bjarni talar um ákvæði sem lýsi auðlindir í náttúru Íslands þjóðareign sem beri að nýta á sjálfbæran hátt landsmönnum öllum til hagsbóta.

Ekkert er svo sem nýtt í þessu hvað varðar stefnu stjórnarflokkanna sem er að hámarka arð greinarinnar (fiskveiðiauðlindarinnar). En stjórnarflokkarnir álíta það landsmönnum öllum til hagsbóta að arðurinn af sjávarauðlindinni renni að mestu í vasa fárra útvaldra, meðan þjóðin býr við fátækt og laun sem eru langt undir framfærsluviðmiðum. Þessi breyting á stjórnarskrá breytir engu um þá stefnu.

shot

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sjórnarskrá Bjarna Ben og LÍÚ

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.