r-RIO-GAY-PRIDE-large570

Gleðilegt sumar !

Titill þessa pistils er titill lags og texta Gylfa Ægissonar. Ég fékk þá hugmynd að birta texta lagsins hér í pistlinum, en sökum þess hve lagið er hlaðið með grímulausum klámkjafti og subbuskap, þá ákvað ég nú að sleppa því. En þar sem að Gylfi hefur áhyggjur af því að grunnskólabörn fái að fræðast um samkynhneigð og transgender, þá má velta þeirri spurningu fram hvort rétt sé að spila lag hans Sjúddírarí rei í leikskólum landsins ?

Ég er einnig á þeirri skoðun að lagið, Ég er að baka, með texta eftir Ómar Ragnarsson, eigi að taka úr spilun á barnastöðvum og leikskólum, enda leggur textinn sterklega að börnum hlutskipti ungra stúlkna sem er í engu samhengi við  samfélagssáttmála dagsins í dag. Textinn er barn síns tíma, gamalt jönk sem ég vil ekki að dóttir mín hlusti á.

En talandi um tíðaranda, þá er gagnrýni Gylfa Ægissonar, í ofanálag við að vera leiðinleg og ljót, þá er hún hrein tímaskekkja. Í samstöðu með Gylfa í andúð hans á samkynhneigðu fólki er sjálf Leoncie. Meira hef ég svo sem ekki um gagnrýni Gylfa Ægissonar að segja, hún dæmir sig sjálf.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sjúddírarí rei

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.