cropped-Banner-FINAL-copy

Þeir dagar eru vonandi að líða undir lok, þar sem við geðþótta-ákveðum hvernig samfélagi okkur langar að búa í og refsivæðum síðan allt það sem ekki fellur undir þær ákvarðanir.

Samþykkt Amnesty International á þinginu í Dublin í gær, virðist ætla að valda skjálfta. Siðferðispostular undir merkjum trúarhópa, kvennréttindahreyfinga, jafnvel stjórnmálaafla, eru að fara á límingunum. Rökin gegn samþykkt Amnesty, virðast þó að stórum hluta vera siðferðislegs og hugmyndafræðilegs eðlis.

Vændi er sem sagt slæmt – vont – á lágu plani, við höfum geranda og við höfum þolanda, þolandanum skal komið til hjálpar og gerandanum refsað. Gott og vel.

En sú lausn sem Amnesty International óskar eftir að ríki heims innleiði að loknu þróunarskeiði, afléttir refsilöggjöf af vændisiðnaðinum hvort sem um er að ræða sölu, kaup eða milligöngu. Þetta er gert í þeim augljósa tilgangi að auðveldara sé að koma fórnarlömbum dekkri hliða vændisiðnaðarins til hjálpar, að hægt sé að koma á eftirliti með þessum viðskiptum, vændiskonur og menn njóti verndar lögreglu og að vændissali, hann/hún eigi síður á hættu að verða fyrir kúgun og ofbeldi.

cropped-Banner-FINAL-copyÞað gefur auga leið að Sænska leiðin svokallaða er í grunninn gagnslaus, þar sem sala á vændi er leyfileg en kaupin bönnuð. Þetta þýðir einfaldlega að viðskiptin eru bönnuð. Vændiskona er hér með neydd til að lúta lögum undirheima, hún fer ekki til lögreglu með sín mál, hún þarf að komast af án verndar. Þetta á hver sem er að geta skilið. Rökin gegn slíku banni eru mörg hver sambærileg við rökin gegn banni við sölu á fíkniefnum. Jafnvel þótt neysluskammtar séu gerðir löglegir, þá er söluaðilinn eftir sem áður undirheimamaður, hann vinnur sín viðskipti utan ramma laganna, með hótunum, ofbeldi og með því að skapa ótta meðal neytenda.

Það er ljóst að almennt brenglað sakleysis-siðferði mun alls ekki reiða fram neinar lausnir á því ofbeldi sem vændiskonur, transfólk og menn, verða fyrir á hverjum degi um heim allan. Okkar brenglaða siðferði reiðir fram áferðarfallegar og popúlískar lausnir á hugmyndafræðilegum grunni, um leið eru þær lausnir veruleikafirrtar. Einnig stjórnast þær lausnir af þörf samfélagsins til að refsa, að kenna um, að fórnarlambsvæða. Brenglað siðferði kristniboða og stjórnmálamanna er langt frá því að vera sérlega lausnarmiðað, það er firrt allri skynsemi. Amnesty International eru samtök sem halda úti öflugu rannsóknarstarfi og það er niðurstaða samtakanna að viðbrögð við vændisiðnaðinum þurfi að vera skaðaminnkandi. Amnesty International eru ekki samtök sem aðhyllast neina sérstaka hugmyndafræði eða stjórnmálahreyfingar, heldur leggja þau sig fram um að beita stjórnvöld þrýstingi í þeim ríkjum þar sem mannréttindabrot eiga sér stað, nánar til tekið brot á Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Það kann því að vera að ýmsir postular telji nú að sér saumað, ekki hvað síst þeir sem atvinnu hafa af því að setja fram oft á tíðum, öfgakenndan málflutning, oft á tíðum í samvinnu við stjórnmálahreyfingar, sem eru í leit að trúverðugri stefnu í mannréttindamálum.

Þeir dagar eru vonandi að líða undir lok, þar sem við geðþótta-ákveðum hvernig samfélagi okkur langar að búa í og refsivæðum síðan allt það sem ekki fellur undir þær ákvarðanir. Sama hversu illa manni getur verið við vændi, þá getur andúðin á þessari atvinnugrein ekki reitt fram lausnir. Amnesty International hefur komist að þessari sögulegu niðurstöðu í framhaldi af rannsóknum og samstarfi við þá er málið varðar, þar á meðal hagsmunasamtök vændiskvenna víða um heim.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Skaðaminnkandi nálgun Amnesty International

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.