Eitt af kosningaloforðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er að lögsækja ýmsa fjölmiðla. Hann segir lögsóknirnar hafa verið lengi í bígerð.

Það verður að teljast nokkuð óhugnanlegt hve þessum fyrrverandi valdamanni virðist uppsigað við að alþýðunni séu fluttar fréttir af honum sjálfum.

Án frjálsrar pressu myndu mannréttindabrot og önnur afbrot flæða yfir landið sem aldrei fyrr. Við vitum því hvað við fáum með SDG ef hann yrði kosinn og það er ekki aðhald eða eftirlit með störfum alþingis.

Þetta er maðurinn sem telur RUV hafa framið á sér lögbrot með því að plata hann til að tjá sig um Wintris málið, með öðrum orðum: plata hann til að segja satt. Skattalagabrot Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans eru stórfelld og svívirðileg.

Segir rangt talið fram vegna Wintris

Skattalögfræðingur telur að aflandsfélagið Wintris hafi verið stofnað til að komast hjá hærri sköttum. Í úrskurði Yfirskattanefndar komi fram að horft hafi verið fram hjá tilvist félagsins.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Skattalagabrot Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eru stórfelld og svívirðileg

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.