Sigmundur DavíðHvernig fær vel þjálfaður lýðskrumari almenning til að kjósa sig til ábyrgðarstarfa ?

Hann er jú ekki einungis skjólstæðingur lögmannsstofu sem sérhæfir sig í peningaþvætti, heldur stendur hann einnig vörð um lög sem veita útgerðarmönnum frelsi til að greiða til ríkisins einungis 20% af verðmæti sameiginlegra eigna þjóðarinnar, sem hann nýtir í sína persónulegu þágu.

Jú hann býr til óvin og hræðir kjósendur til stuðnings við sig enda sé hann sá eini sem sér hættuna. Hælisleitendur, flóttamenn, innflytjendur, eru gerðir að bitbeini manna sem í raun eru einungis að standa vörð um hagsmuni fárra útvaldra sem hagnast hafa á rányrkju á Íslenska landgrunninu.

Hverjir eru það sem kjósa mann sem þennan til opinberra starfa eða þingsetu ?

Ekki eru það innflytjendur, ekki eru það flóttamenn, til þess þarf nefnilega kosningarétt.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Skattsvik í bland við þjóðernispopúlisma

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.