Aðfararnótt mánudags var hamri kastað í rúðu í stofuglugga á heimili Gunnars Waage ritstjóra Sandkassans. Hamarinn fór í gegn um tvöfalt gler og þeyttist fram eftir stofunni. Smávægilegar skemmdir urðu á innanstokksmunum. Talsvert hefur verið um hótanir undanfarna mánuði í garð Sandkassans.

Lögregla var fengin á vettvang og skýrsla tekin. Athygli vakti þó hjá heimilisfólki að Lögreglan tók ekki hamarinn með sér en á honum gætu vel fundist fingraför sem gætu nýst Lögreglu við rannsókn þessa máls. Ekki er vitað hvað vakir fyrir Lögreglu að taka ekki sönnunargögnin í málinu með sér af vettvangi, en lögmaður Gunnars, Leifur Runólfsson, segir “þessi vinnubrögð hjá lögreglu óásættanleg“.

Arnþrúður Karlsdóttir hefur auglýst heimilsfang Gunnars Waage á netinu.

Arnþrúður Karlsdóttir hefur auglýst heimilsfang Gunnars Waage á netinu.

Þess ber að geta að Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu auglýsti heimilsfang Gunnars Waage á spjallsíðunni Stjórnmálaspjallið en þar halda meðlimir Þjóðfylkingarinnar til. Aðspurður segist Gunnar ekki sérstaklega áhyggjufullur yfir þessu atviki, hann hafi svo sem vitað við hverju væri að búast þegar að hann lagði ritstjórnarlegar línur Sandkassans í upphafi, en að heimilsfólki sé talsvert brugðið, þar á meðal 10 ára gamalli dóttur hans.

 

Skemmdarverk á heimili ritstjóra Sandkassans

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn