Pirates-Of-The-Caribbean-On-Stranger-Tides-Movie-Poster

Veit einhver hvað Friðrik J. Arngrímsson á við með tali sínum um “þjóðnýtingu aflaheimilda” ? Því samkvæmt mínu viti þá eru aflaheimildir ekki í eigu útvegsmanna. Þetta eru tímabundnar nýtingarheimildir. Rétt eins og að þú leigir hús, þú eignast ekki húsið heldur öðlast rétt til að búa í húsinu um til tekin tíma.

Flestir heilvita menn eru á þeirri skoðun að skera þurfi upp þetta fyrirkomulag, hætta með kvótakerfið í þeirri mynd sem það er nú. Friðrik segir að vinstri flokkar hafi lengi predikað ríkisvæðingu sjávarútvegsins með því að hirða aflaheimildir af útgerðunum og gera þær upptækar til ríkisins. Það hafi áhugafólk um Evrópusambandi einnig gert,,,.

En ég sé ekki alveg samhengið milli þessara tveggja mála, ESB og aflaheimilda. Ef eitthvað þá myndi aðild að Evrópusambandinu gera okkur erfiðara fyrir að stokka upp kvótakerfið þannig að þessi meinti áhugi vinstri manna sem Friðrik vill meina að sé, á þjóðnýtingu aflaheimilda, er alls óskyldur áhuga fólks á aðild að Evrópusambandinu. Af hverju velur Friðrik að blanda saman þessum alls óskyldu málum ?

Hvaðan fá hægri menn þá hugmynd að aflaheimildir séu eignir útvegsmanna ? Svar óskast!

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Skilur einhver Friðrik J. Arngrímsson ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.