2. og 3. kynslóðar innflytjendur í Evrópu eru áhyggjuefni öfgakristinna manna sem sumir hverjir vilja halda því fram að banna þurfi Múslimatrú og útbreiðslu hennar. Einn þeirra sem leggur þetta til er sagnfræðingurinn og öfgamaðurinn Gústaf Níelsson sem virðist vera einn af andlegum leiðtogum öfgakristinna manna hér á landi.

Gústaf, rétt eins og skoðannabræður hans virðist ófær um að spyrja sig þeirrar spurningar af hverju ungir menn í Evrópu skuli ganga til liðs við hryðjuverkasamtök ?

Gústaf rétt eins og aðrir skoðanabræður hans, virðast ekki spyrja sig hvernig megi bregðast við því að börn múslima alist upp við fordóma og andúð skólasystkyna sinna í Evrópu ?

Fíllinn í stofunni er þessi grundvallarspurning og allar aðrar áherslur eru einungis til að skjóta lausn þessa vanda á frest. Meðan reynt er að ganga fram hjá þessari spurningu þá verður engin lausn í sjónmáli. Flóttamannasamningur ESB við Tyrki er t.d. engin lausn á flóttamannavandanum og mun það fyrirkomulag sem kveðið er á um í samningnum einungis dýpka þennan vanda.

En hver er framsetning fjölmiðla ?

Fréttablaðið_small

Forsíður Fréttablaðsins 14. mars sl., daginn eftir hryðjuverkaárás í Ankara þar sem 27 létu lífið og forsíða sama blaðs frá því í gær eftir hryðjuverkaárás í Brussel þar sem 34 létu lífið.

Svo virðist sem að Evrópubúar upp til hópa fari í taugaáfall þegar að framin eru einstaka hryðjuverk í Evrópu og eru þá viðbrögð lítið annað en stórkostleg. Öll álfan leggst í þunglyndi, upphrópanir eru lítið minna en dramatískar og sumir ganga svo langt að lýsa yfir 3. heimsstyrjöldinni. Ljóst er að sú skoðun er útbreidd í Evrópu að hryðjuverk í Evrópu sé öllu alvarlegra mál en þegar það á sér stað í miðausturlöndum eða Asíu.

Þá eru fjölmiðlar misgóðir í að stýra umræðum inn á heilbrigðar brautir, Fréttablaðið sem dæmi sem stendur sig oft ágætlega, á það þó til að stunda æsifréttamennsku á þessu sviði og mætti á köflum halda að Fréttablaðið hanni fréttir og fyrirsagnir eftir því hvað sýnt þyki að stór hópur fólks geti ekki stillt sig um að lesa. Hér að ofan er mynd sem gengið hefur um netið að undanförnu. Hún sýnir tvær forsíður Fréttablaðsins dagin eftir að hryðjuverk af svipaðri stærðargráðu voru framin, annað í Brussel og hitt í Ankara. Ljóst er að Fréttablaðið álítur sem svo að lesendur kippi sér meira upp við hryðjuverk Brussel.

 

Slæm framsetning Fréttablaðsins

| Leiðari |
About The Author
- Ritstjórn