Svarti listinnSandkassinn hefur nú sett upp Svartan lista og munu aðilar sem kynda undir mismunun á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, uppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti, eiga á hættu að verða settir á þennan lista. Hér vegur þungt ef að ljóst þykir af gögnum og athugunum yfir eitthvert tímabil að viðkomandi vinni markvisst gegn hagsmunum fjölmenningar á Íslandi.

Sandkassinn styðst við  Lög um mannréttindasáttmála Evrópu1)1994 nr. 62 19. maí þar sem segir: “14. gr. [Bann við mismunun.]1)Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu.”

Einnig með vísan í Stjórnarskrá Íslands VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

Fyrsta fyrirtækið sem Sandkassinn mælist til að fólk sniðgangi er Útvarp Saga.

Sandkassinn mælir með að þjónusta Útvarps Sögu verði sniðgengin. Mælt er með því að fólk kaupi ekki auglýsingar á Útvarpi Sögu. Mælt er með því að fólk sniðgangi þau fyrirtæki sem auglýsa vörur og þjónustu á stöðinni.

Fleiri aðilar eru á gátlista. Hér er “Svarti Listinn

Sniðgöngum Útvarp Sögu

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn