image001-1

21.07.2016 Fréttatilkynning frá Íslandsdeild Amnesty International

Spilað fyrir mannréttindi

Sumarið er mikilvægur tími hjá félagasamtökum eins og Amnesty International og halda samtökin áfram baráttunni fyrir auknum mannréttindum þrátt fyrir sumarfrí landsmanna. Ungliðar í ungliðahreyfingunni hafa staðið að vel heppnuðum aðgerðum. Götukynningar samtakanna hafa gengið vel og hafa götukynnar safnað rúmlega 11.000 undirskriftum á götum úti í sumar. Einnig er hægt að leggja samtökunum lið með því að hreyfa sig og þegar hafa níu einstaklingar ákveðið að hlaupa fyrir Amnesty International í Reykjavíkurmaraþoninu.

Á laugardaginn næstkomandi, þann 23. júlí, tekur lið Amnesty International þátt í 13. Íslandsmóti í strandhandbolta sem fram fer í Nauthólsvík og hefst klukkan níu. En verður það í fyrsta skipti sem lið Amnesty International tekur þátt í mótinu. Fyrir hönd Amnesty International keppa þau Bjarki Pétursson, Anna Lillian, Hallur Kristinn, Davíð Stefán og Arnar Pétursson og vekja þannig athygli á stöðu mannréttinda í heiminum í dag. Hugmyndin kviknaði hjá fyrirliða liðsins Davíð Stefáni en hann vinnur sem götukynnir hjá samtökunum í sumar.

 

 

Spilað fyrir mannréttindi

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn