Sigríður Á. Andersen verður seint sökuð um nein skarplegheit. Einungis er stutt síðan að hún sýndi að hún hefði ekki grunnþekkingu á Almennum Hegningarlögum. Lofaði Arnþrúði Karlsdóttur að breyta eða jafnvel fella niður þá lagagrein sem Pétur Gunnlaugsson var ákærður fyrir brot á í viðtali sem hún sá enga ástæðu til að afþakka (Á Sögu) einungis nokkrum dögum fyrir fyrirtöku á máli Péturs í Hæstarétti en hann hafði verið dæmdur sekur í undirrétti.

Hvernig konu með lágmarksgreind datt í hug að henni sem yfirmanni dómsmála í landinu væri statt á því að fara í slíkt viðtal meðan helsti starfsmaður stöðvarinnar beið eftir fyrirtöku í Hæstarétti á ákæru saksóknara, verður án efa öllu sæmilega viti bornu fólki hulin ráðgáta um ókomna tíð. Sjálfur leyfi ég mér að draga það í efa að dómnum hefði verið stætt á öðru en sýknu í málinu þar sem að ráðherra var með þessu athæfi sínu búin að spilla því. Ég spurði mjög reyndan hæstarréttarlögmann um álit hans á þessu: hvort hann teldi að ráðherra væri með þessu búin að skaða málarekstur saksóknara og hann sagðist telja það.

Þá er alveg sama hvað formaður Lögreglufélagsins segir eða hve mörg mál hafa borist vegna eineltis lögreglustjóra Höfuðborgarinnar, í huga Sigríðar er þó ekkert að. Þá er alveg sama þótt ríkissaksóknari segi starfsálagið á embætti saksóknara svo gríðarlegt að tveggja ára biðlisti sé eftir að hægt sé að fara í mál, Sigríður segir það bara af og frá.

Fiktað við dómskerfið og lýðræðið

Nú hefur Sigríður í selskap við Sjálfstæðisflokkinn og furðumennin í Bjartri Framtíð og Viðreisn, ákveðið að fikta við réttarfarið í landinu og pota þar inn dómurum sem hæfisnefnd var þó búin að hafna. Lögmannafélagið hefur gagnrýnt þessi vinnubrögð harðlega sem og flestir aðrir. Hvað vakir fyrir Sigríði og Sjálfstæðismönnum með þessum hroðalega gerningi ?

Landsréttur á að vera millidómsstig og er honum ætlað að taka álagið af Hæstarétti. Þetta er því áfrýjunardómstóll og það gefur auga leið hvaða þýðingu það hefur að handvalð sé af geðþótta í dómaraembætti þessa nýja dómstigs. Með þessu er verið að fikta við og afvegaleiða þann samfélagssáttmála sem við búum við. Reglur um ráðningu og hæfismat eru hundsaðar gjörsamlega og er þar á ferðinni alvarlegt brot á þeim reglum sem eiga að tryggja lýðræðislegt ákvarðannaferli. Ein persóna hefur því séð ljósið í dómsmálum landsins og hún sér ekki ástæðu til að afgreiða þetta gríðalega stóra mál í sátt við samfélagið og samkvæmt lögum og reglum.

Einnota heimskir og meðfærilegir bjánar

En stjórnarmeirihlutinn stendur allur á bak við óskapnaðinn og málið rennur í gegn eins og ekkert. Það er ekkert nýtt að meðfærilegir gapandi bjánar séu gerðir að ráðherrum eða settir í forsvar fyrir nefndir. Þetta er afar huggulegt fyrirkomulag fyrir stjórnarflokk sem vill geta fjarstýrt viðkomandi ráðherra. Það hefur verið mjög augljóst að bæði Sigríður Á Andersen rétt eins og Hanna Birna Kristinsdóttir sem einnig gengdi þessu sama embætti, eru sams konar persónuleikar hvað það varðar að þeirra sjálfsvirðing liggur einungis í hvað forystu flokksins finnst um störf þeirra. Þær eiga það sameiginlegt þær Hanna Birna og Sigríður að vera ónæmar fyrir skoðunum almennra kjósenda. Klapp á bakið frá lykilmönnum eða flokkseigendum er þeim allt. Það sama má segja um formennsku Vigdísar Hauksdóttur í fjárlaganefnd. Konan þóttist himin hafa höndum tekið með að vera veitt forysta í fjárlaganefnd en í raun var einungis verið að setja meðfærilegan heimskan pata í jobbið sem væri til í að svara fyrir hvað sem er. Vigdís var einnig einnota.

En flokkurinn er líka að færi sér í nyt einfeldni og óheilbrigðan metnað þessara kvenna. Bæði Hanna Birna og Sigríður Á eru einnota ráðherrar sem framkvæma skítverkin en eru í raun peð sem verður fórnað. Þar með tekur ferill þeirra í pólitík enda.

Ráðherra ræðir breytingar á lögum á Útvarpi Sögu og segir ákærum á hendur starfsmönnum stöðvarinnar ætlað að úrskurða um hvort ákvæði sé dottið upp fyrir

Dómsmálaráðherra um ECRI, “ekki faglegt. Og þá kannski veltir maður fyrir sér restinni sko”

Rætt um hegðun dómsmálaráðherra í þinginu.

Sigríður Á. Andersen og stjórnarsáttmálinn

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Spilltur Dómsmálaráðherra og spilltir stjórnarliðar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.