Það er ekki nóg með að framkoma Innanríkisráðuneytisins gagnvart hælisleitendum hafi á kjörtímabilinu einkennst af lítilsvirðingu, heldur er 7 virkjannakostum bætt í nýtingarflokk í trássi við rammaáætlun síðustu ríkisstjórnar í þeim tilgangi að laða að aukna erlenda fjárfestingu. Um leið þá vill þessi ríkisstjórn ekki innheimta skatta, vörugjöld eða veiðigjöld.

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur sýnt það á kjörtímabilinu að hann mælir jafnan ekki það sem kallast getur skýrt mál, frekar fer hann með rullur sem eru sérhannaðar til að vekja endalausar spurningar, i stað þess að svara einföldum spurningum fréttamanna. Svör Bjarna við spurningum um afstöðu hans til kaupa á gögnum um skattamál eru hér engin undantekning. Þau eru í algjöru ósamræmi við upplýsingu embættis skattrannsóknarstjóra frá 29. desember og 27. janúar, þar sem fjármála- og efnahagsráðuneyti er gert grein fyrir að skilyrði sem fjármálaráðuneytið hefði sett fyrir kaupunum yrðu ekki uppfyllt.

Það þarf ekki meira en heilbrigða skynsemi til að sjá að skilyrðin sem Bjarni Benediktsson setur fyrir kaupunum eru algerlega óraunhæf. Þau vekja í raun furðu. Annars vegar að lekin gögn keypt á svörtum markaði skuli greitt fyrir þegar kemur í ljós hvernig og hvort þau skila ávinningi. Hins vegar að seljandi uppfylli viss skilyrði sem kveðið er á um í stjórnsýslulögum. Þessi skilyrði bera þess merki að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, vilji alls ekki að þessi leið verði farin. Þetta er alvarleg staða enda bendir ekkert til annars en að vilji standi til hjá ráðherra að hylma yfir skattalabrot, mögulega stórfelld brot.

Fátt bendir til þess að vilji standi til hjá stjórninni að fá inn tekjur í ríkissjóð eftir eðlilegum leiðum. Ekki stendur vilji til hjá stjórninni að fá inn tekjur af fiskveiðum heldur einungis að standa vörð um sérhagsmuni þeirra útgerðarmanna sem einoka auðlindina í dag. Framkoma Bjarna Benediktssonar við Skattrannsóknarstjóra í tengslum við kaup á gögnum um fjármál Íslendinga og Íslenskra fyrirtækja, ber vott um hann sé spilltur stjórnmálamaður. Bjarni getur hneykslast yfir þessari almennu ályktun eins og hann vill, en það breytir engu. Eins og staðan er í dag þá er hér á ferðinni mál sem á að hafa áhrif á trúverðugleika formanns Sjálfstæðisflokksins sem og vilja kjósenda. Ljóst er að ráðherra sem segir Skattrannsóknarstjóra eitt en fjölmiðlum annað, getur ekki notið trausts.

Fréttatilkynning Skattrannsóknarstjóra Ríkisins, 10 febrúar 2015.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Spilltur stjórnmálamaður

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.