Ég vil hvetja alla til að sitja frekar heima en að mæta á þessi mótmæli undir þeirra forystu. Flokkurinn hefur gerst sekur um kosningasvindl, rasistadaður og þjóðernispopulisma. Með því að mæta á þessi mótmæli, þó málefnið slíkt sé gott, er verið að hlaða undir þennan ósmekklega flokk og auka vægi hans í Íslenskum stjórnmálum.

Gunnar Hjartarson skrifar –

Inga Sæland

Fyrir nokkrum dögum sendi Gunnar Waage, ritstjóri Sandkassans, Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins, spurningar sem hún sá sér ekki fært að svara. Flokkur hennar hefur hingað til hvergi svarað neinni gagnrýni sem beinist á flokkinn og hafa þau komið sér afar fimlega undan því. Þar sem að Inga telur sér ekki fært að svara spurningunum sem fyrir hana voru lagðar þá skal ég taka að mér það óeigingjarna verk að svara þeim fyrir hana og hyggst ekki rukka nýlegan milljónamæring krónu fyrir viðvikið.

1)Í ljósi þess að flokkur fólksins mun að öllu óbreyttu fá 40 milljónir frá alþingi á þessu kjörtímabili, hefur þú hugsað þér að láta þessa fjármuni ganga til málefna öryrkja og aldraðra ?

Að sjálfsögðu, ég sjálf er öryrki og mun fá vænan skerf í minn vasa. Halldór í Holti, sá ágæti guðsmaður, mun taka sinn hlut fyrir aldraða enda hefur hann tekið fallið fyrir mig að mestu leyti í viðtali Ríkisútvarps Sögu. Öryrkjar og aldraðir mega enn koma i vöfflukaffi til okkar þeim að kostnaðarlausu og þeir sem enn verða á lífi eftir fjögur ár er velkomið að kjósa okkur aftur svo við getum fengið enn meiri styrki.

2)Telur þú að trúverðugleiki þinn hafi beðið hnekki þegar í ljós kom að þú hafðir uppi áform um að Flokkur fólksins gengi inn í Þjóðfylkinguna, flokk sem hefur það í stefnu sinni að banna fjölskyldum flóttafólks að sameinast ?

Nei, meina mér er alveg sama um fortíð fólks. Við sem erum í þessari styrkjabaráttu er alveg sama með hverjum við vinnum svo lengi sem það eykur líkur okkar á ríkisstyrkjum. Þjóðfylkingin má alveg hafa rasistastefnu sem gengur svo inn í okkar stefnu, það skaðar okkur ekkert enda erum við Íslendingar á Íslandi. Gömlum meðlimum úr Ku Klux Klan er alveg guðvelkomið að ganga í Flokk Fólksins, ég þekki ekkert fortíð samtakanna og svo lengi sem þeir vilja vinna að sameiginlegri stefnu okkar er það hið besta mál.

3)Telur þú að trúverðugleiki þinn hafi beðið hnekki þegar í ljós kom að þú hafðir uppi áform um að Flokkur Fólksins, Þjóðfylkingin og Nýtt Afl sameinuðust undir merkjum Þjóðfylkingarinnar í þeim tilgangi að skipta síðan með sér fjármunum frá alþingi sem greiddir eru til stjórnmálahreyfinga eins og kemur fram í samningsdrögum sem Flokkur fólksins undir þinni stjórn lagði fram ?

Ég held að ég hafi beðið mikinn hnekk hjá rétttrúnaðarfasistum og þessari Sandkassa síðu sem er alltaf að benda á hvað við stöndum raunverulega fyrir. Getið þið ekki hætt að skemma gott partý? Er öfundsýkin alveg að drepa ykkur múslimasleikjurnar ykkar……..sorry þurfum við að hafa þetta með, ég lærði þetta nefnilega hjá Magnúsi Þór *roðn* og svona málflutningur er ekki enn orðinn að normi flokksins. En til að svara spurningunni þá svona eftir á að hyggja erum við rosalega ánægð með að sameiningin gekk ekki í gegn því nú sitjum við ein að kjötkötlunum. Ef við sjáum ekki fram á að ná ríkisstyrkjum í næstu kosningum þá munum við sameinast ÍÞ og Nýju Afli til að ná þeim, við svífumst einskis til að bæta hag míns og Halldórs í Holti. Svo fær Maggi Þór líka einhverja aura þó hann sé hvorki aldraður né öryrki.

Að fyrirhuguðum mótmælum

Flokkur Fólksins hefur gefið sig út fyrir að vilja heiðarlega og opinskáa umræðu en þrátt fyrir þessar yfirlýsingar þá hefur allt annað verið uppá teningnum hjá flokknum. Þetta háð mitt er ekki málefnalegt frekar en málflutningurinn hjá flokknum sjálfum. En stundum er grín besta vopnið og ef Inga Sæland kæmi hreint til dyranna myndi hún væntanlega svara þessu einhvernveginn svona.

Mótmælastaða hefur verið boðuð af Flokki Fólksins fyrir utan Alþingishúsið, Laugardaginn 5. Nóvember, til að mótmæla nýlegum úrskurði Kjararáðs um hækkun launa embættismanna. Það að flokkurinn sé með þessum hætti að draga athyglina að sér í máli er varðar þjóðarhagsmuni er mjög ósmekklegt enda ættu slík mótmæli ávallt að vera óháð flokkum.

Styrkir til flokka sem ná að lágmarki 2,5% og engum þingmönnum eru mjög umdeildir. Sumir kalla þetta “þöggunarstyrk” enda ljóst að flokkar sem ná slíkum styrkjum hafa hag af því að styðja ríkisstjórnina og vonast eftir að kjörtímabilið endist út fjögur ár. Flokkur Heimilanna náði í Alþingiskosningum 2013 að fá fjárstyrki frá ríkinu. Frá þeim flokki heyrðist aldrei neitt meir annað en stuðningur við ríkisstjórnina og mótmæli gegn því að kjörtímabilið hefði endað um fyrr en ella sem þýddi að þeir urðu af þó nokkrum milljónum króna frá ríkinu.

Stjórnarkreppa gæti verið í nánd á Íslandi sem myndi þýða að kjósa þyrfti aftur. Flokkur Fólksins myndi því ekki fá þessa peninga frá ríkinu nema að ná 2,5% lágmarkinu í þeim kosningum líka. Því koma upp spurningar hvort þessi mótmæli séu ekki eingöngu skipulögð til að auglýsa flokkinn ef kjósa þyrfti aftur. Af þeirra hálfu virðast þessi mótmæli mun frekar vera til að auglýsa sig en að berjast fyrir almannahag.

Ég vil hvetja alla til að sitja frekar heima en að mæta á þessi mótmæli undir þeirra forystu. Flokkurinn hefur gerst sekur um kosningasvindl, rasistadaður og þjóðernispopulisma. Með því að mæta á þessi mótmæli, þó málefnið slíkt sé gott, er verið að hlaða undir þennan ósmekklega flokk og auka vægi hans í Íslenskum stjórnmálum.

Tengdar Greinar:

http://sandkassinn.com/magnusar-saga/

http://sandkassinn.com/hinir-nyju-kyndilberar-haturs/

http://sandkassinn.com/flokkur-folksins-vildi-undir-saeng-med-islensku-thjodfylkingunni/

http://sandkassinn.com/sameining-flokks-folksins-og-islensku-thjodfylkingarinnar/

http://sandkassinn.com/thjodfylkingin-flokkur-folksins-med-fyju-afli/

 

Spurningum svarað fyrir Flokk Fólksins

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-