Ég heyrði fólk segja að viðtal Edithar Alvarsdóttur við Arndísi Ósk Hauksdóttur sem starfar sem prestur í Noregi, væri hið ótrúlegasta bull sem heyrst hefur lengi. Nú ég hlustaði á viðtalið í dag, því miður því það er sorglegt að hlusta á rangfærslurnar og beinar lygar sem Arndís Ósk lætur frá sér fara. Ekki fer mikið fyrir kristilegum gildum í orði hennar og æði svo mikið verður sagt. Arndísi verður tíðrætt í viðtalinu um þann sem hér situr og verður því svarað hér og nú.

Guðfræðin er jú fræðigrein sem þýðir að í náminu rétt eins og öðrum fræðigreinum eru kenndar vissar grundvallarreglur sem fólk tileiknar sér (vonandi). Arndís Ósk virðist alls ekki hafa gert það enda bera verk hennar á undanförnum árum þess stórlega merki.

Sandkassinn hefur að sjálfsögðu fjallað um Arndísi Ósk í tengslum við andúð á Múslimum og vegna afar óvenjulegrar aðkomu hennar að forræðismálum barna. Ljóst er í viðtalinu að við þessar umfjallanir er Arndís afar ósátt og á hún erfitt með að hemja álit sitt á hinum ýmsu vefmiðlum, sérstaklega þó Sandkassanum. En margur heldur mig sig segir máltækið og þegar að er gáð þá er það Arndís Ósk sem á í erfiðleikum með sína nethegðun og ýmislegt fleira.

Arndís Ósk lenti í útistöðum við Tor Singsås biskup í Þrændalögum í Noregi í framhaldi af að hún varð uppvís að þáttöku á spjallvefjum sem teljast andsnúnir fjölmenningu. Í frétt á eyjunni þann 18.12.2016 er fjallað um yfirlýsingu sem biskupinn gaf út í tengslum við þetta háttalag Arndísar þar sem að hún lýsir því sjálf yfir við hann að hún muni snúa við blaðinu og ekki taka þátt í starfi sem þessu:

Fyrir sitt leyti þá hefur Hauksdóttir sóknarprestur gefið mér leyfi til að tilkynna opinberlega fyrir hennar hönd viðbrögð hennar við grein Trønder-Avisen:

  • Hún harmar ummæli sín á Facebook sem túlka megi sem rasísk.

  • Hún hefur skráð sig úr múslima gagnrýnum hópum á Facebook.

  • Hún mun ekki taka frekari þátt í stjórnmálaþátttöku á Facebook.

Í frétt eyjunar kemur einnig fram að norska fréttablaðið Trønder-Avisa skrifaði um þátttöku séra Arndísar í hópunum „Stopp islamisering av Norge [Stöðvum íslamsvæðingu Noregs]“ og „Nei til islam på alle plan [Nei við íslam á öllum stigum].”

En eins og kemur fram í bréfi sem Gunnar Hjartarson var að senda til yfirvalda kirkjumála í Noregi, þá er langur vegur að Arndís Ósk hafi snúið við blaðinu. Þvert á móti þá virðist sem að henni hafi vaxið ásmegin. Arndís Ósk var varaoddviti á framboðslista Íslensku Þjóðfylkingarinnar í 2. sæti í Reykjavík suður og hafði flokkurinn m.a. þá stefnu að koma í veg fyrir sameiningu fjölskyldna innflytjenda á Íslandi.

Í viðtalinu á sögu sem er fátt annað en kostulegt en um leið sorglegt, kemur fram hjá henni að í tengslum við “dauðalistann” hafi hún verið sett út úr leynilegum hópi sem hjálpi konum sem verða fyrir heimilsofbeldi. Nú í þættinum kemur svo sem skýrt fram að með orðatiltækinu “dauðalisti” á hún við lista Sandkassans yfir Íslenska Ný-rasista. Hvernig hún tengir þann lista við að henni hafi veri vikið úr þessum meinta og leynilega vinnuhópi, er manni hrein ráðgáta.

Í viðtalinu viðurkennir Arndís Ósk að í þessum störfum hennar fyrir hópinn hafi falist lögbrot enda hafi skjólstæðingum verið fundin ný heimili og heimilsfeðrum ekki tilkynnt um dvalarstað barna sinna. Hún telur sig hafa vera að vinna gott starf fyrir þennan leynilega hóp en þar sem að þessi störf hennar hafi komist í hámæli þá hafi hún þurft að fara úr hópnum og hafi það verið ákvörðun stjórnanda hópsins. En áfram er aðkoma “dauðalistans” óútskýrð fyrir utan að vera alls engin dauðalisti sem er nú annað mál.

Maður spyr sig óneitanlega hvort ástæða þess að Arndís Ósk var rekin úr þessum hópi ef sá hópur er þá til yfirhöfuð, hafi ekki verið aðild hennar að ólöglegu brottnámi á börnum frá dönskum föður þeirra sem fór með forræði yfir börnunum. Máli sem endaði með að móðir barnanna var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir ólöglegt brottnám.

Hönnuðurinn að brottnáminu var Arndís Ósk Hauksdóttir. Hún bar því við m.a:

“Ég fór sérstaklega til Íslands til að fá fullvissu um að það væri óhætt fyrir Hjördísi að koma heim með börnin en íslenskir dómstólar hafa dæmt að þær skuli aftur til ofbeldismannsins, þrátt fyrir sálfræðiskýrslur og læknisvottorð sem sanna misnotkun.”

En þessar fullyrðingar Arndísar Óskar eru staðhæfingar án stoða, öðru nafni uppspuni. Skýrslur þessar og vottorð voru ekki til staðar og hvernig fór þá presturinn að því að komast að þeirri niðurstöðu að ástæða væri til að ræna börnunum frá föður sínum ef ekki hafði hún gögnin sem hún vísaði til?

Þvert á móti þá höfðu allir aðilar, dómstólar og sálfræðingar í Danmörku og dómstólar og sálfræðingar á Íslandi komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þessu líkt hefði átt sér stað og að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af börnunum hjá föður þeirra. Allt þetta hefði Sr. Arndís Ósk Hauksdóttir átt að vera búin að kynna sér, áður en hún hélt til Íslands til að ganga frá lausum endum og skipulagði ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku með flugi á meðan móðirin bjó heima hjá Arndísi Ósk. Móðir barnanna var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir ólöglegt brottnám meðan Sr. Arndís Ósk slapp.

Þetta myndi ég segja að sé frekar ástæðan fyrir því að Arndís var sett út úr þessum meinta leynilega vinnuhópi sem hafði það verkefni að aðstoða konur sem bjuggu í ofbeldissamböndum, en að listun hennar á Sandkassanum komi því máli á nokkurn hátt við enda efast ég um að Sandkassinn sé víðlesinn í Noregi. Það er alveg ljóst á háttalagi prestsins að henni er umhugað um að skerða stórlega þau mannréttindi sem innflytjendur og flóttafólk býr við til jafns við annað fólk. Þáttaka hennar í störfum Þjóðfylkingarinnar er ekki minniháttar og stefna þess flokks er fjandsamleg innflytjendum. Hvaða augum við lítum þetta háttalag prests sem fólk á öllum aldri, þjóðerni og uppruna lítur til í von um skjól, er okkar mál sem og samfélagsins. Það að ekki megi fjalla um þessi viðhorf prestsins segir allt sem segja þarf.  Það að presturinn skuli sækja samkomur hér á landi þar sem blaðamönnum er síðan bannað að mynda ráðstefnugesti, ætti að vera prestinum umhugsunarefni og sú hegðun Arndísar er ekki heldur á ábyrgð Sandkassans.

Ég vil að lokum segja að þessar sífelldu ásakannir í garð fjölmiðla, bæði Arndísar sem og annarra skoðannabræðra hennar í Þjóðfylkingunni eru stórt áhyggjuefni. Í þessu efni bera stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna svo sannarlega mikla ábyrgð.

 

Sr. Arndís í viðtali um leynileg störf sín

| Gunnar Waage |
About The Author
- Ritstjórn