Valdimar nokkur Jóhannesson heitir maður sem segist “berjast gegn gjafakvótanum”. En í raun er hann sá maður sem umræddur hefur verið að undanförnu vegna komu Robert Spencers til Íslands. Í fyrstu gekk blaðamönnum erfiðlega að komast að því hver stæði á bak við innflutninginn á Spencer sem er forstöðumaður vefsíðunnar JihadWatch sem er þekktasta múslimahatursvefsíða heimsins. Gunnar Hjartarson hefur fjallað ítarlega um bakgrunn Spencers hér á Sandkassanum.

En svo kemur í ljós við eftirgrennslan fjölmiðla að huldumaðurinn er Valdimar þessi. Nú Valdimar hefur sjálfur verið óþreytandi við að segjast sjálfur búa yfir yfirburðaþekkingu á Islam og hann virðist nú hafa fundið sálufélaga í Robert Spencer sem hann mærir fyrir sams konar þekkingu og sína eigin, ef ekki betri. Valdimar er þó frekar einangraður í hrifningu sinni á Robert Spencer ef frá eru taldir þeir sem aðhyllast málflutning Valdimars sem síðan aðhyllist málflutning Spencers. Því skal haldið til haga að Valdimar þessi er nmr. 8 á lista Sandkassans yfir Íslenska Nýrasista.

Valdimar hefur sem fyrri daginn lítið álit á Íslenskum fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Robert Spencer, segir þá vera lygapressu.

“En nú bregður svo við að ég verð vitni að ósvífnari lygum íslenskra fjölmiðla en ég trúði að fyrra bragði að ég gæti átt von á. Fimm íslenskir fjölmiðlar hafa gengið svo á svig við sannleikann að í raun ætti að sækja þá til saka fyrir mannskemmandi ósannindi.” segir Valdimar.

Ekki veit ég til þess að fjölmiðlar hér á landi hafi en sem komið er staðið að því að ásaka Spencer eins og Valdimar orðar það í tilvitnun hér á eftir. En þar sem að þessi fyrrverandi blaðamaður fer svo frjálslega um ritvöllinn þá getur maður rétt ímyndað sér frelsið sem hann naut í blaðamannsstörfum sínum hér í den:

“Þessir fjölmiðlar hafa lýst Robert Spencer sem algjörri ófreskju, neo-nazista, gyðingahatara, manni sem hefur gerst sekur margsinnis um lögbrot. Hann hafi átt að vera sekur um voðaverks Breivik, hatur á múslímum o.s.fr. Ekkert af þessu er satt og þarf ekki að efa að Robert Spencer gæti leikandi unnið meiðyrðamál gegn þessum fjölmiðlum.”

Ónákvæmni er áróðursverkfæri

Þarna er Valdimar þessi að segja fjölmiðla hafa sakað Spencer um fjöldamorð Breivik í Noregi, en ég hef ekki séð neinn fjölmiðil halda því fram. Þeir hafa aftur á móti sagt réttilega Breivik hafa verið mikin aðdáanda Breiviks og vera undir miklum áhrifum frá honum. Breivik vísaði óteljandi sinnum í skrif Spencers í sínum eigin skrifum og mælti með öllu því sem Spencer hefði skrifað. Fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu fjallað um þetta atriði í tengslum við Robert Spencer enda væri annað óeðlilegt.

En það er einmitt þessi ónákvæmni Valdimars H. Jóhannessonar sem einkennir málflutning hans sjálfs og fylgismanna illa rökstudds haturs á Múslimum um heim allan. Í umfjöllun og greiningu felst ekki ásökun og miðlun upplýsinga um athæfi Robert Spencers er aldrei tilefni til neins málareksturs. Það sama á við um gildismat okkar sem rýnum eða gagnrýnum, það er aldrei saknæmt þegar að fjallað er um eitthvað sem sannarlega hefur de facto átt sér stað, nema þá í málefnum sem hvíla einhverjar sérstakar kvaðir á en ekki er um að ræða í þessu efni. Enda ætti það að vera nokkur vísbending að þrátt fyrir óteljandi hótanir um lögsóknir á hendur Sandkassanum eða þeim sem hér situr, þá hefur ekki ein einasta kæra borist.

Sama ónákvæmni er áberandi í málflutningi Marine Le Pen er hún reynir að kenna flóttafólki um skuldastöðu Frakka þótt óráðssía og spilling í stjórnkerfinu í Frakklandi hafi haldið þeim í gjörgæslu Evrópska Seðlabankans ECB mun lengur og löngu áður en núverandi staða kom upp í flóttamannamálum.

Sama ónákvæmnin var á ferðinni í öllu orði og æði Adolfs Hitlers í aðdraganda Seinna Stríðs þar sem hann vildi kenna gyðingum um allar raunir Þýskalands. Nú þegar málflutningur Valdimars og félaga er settur í gegn um staðreyndavaktina eins og ég hef gert hér sem oftar, þá kemur í ljós að rétt eins og málflutningur Marine Le Pen & Adolfs Hitlers er sá sami. þá er málflutningur Valdimars & Spencers sá sami. Það liggja einnig góðar og gildar ástæður að baki því að Útlendingaeftirlitið í Bretlandi hefur meinað Spencer að koma til landsins.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Staðreyndavaktin – Valdimar H. Jóhannesson

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.