Þeir sem lesið hafa pistlana hér á Sandkassanum um nýútgefnar siðareglur fyrir Ríkisútvarpið hafa kannski tekið eftir myndinni af stórri og mikilli byggingu sem auðjáanlega er ekki hér á landi. Fyrir þá sem ekki þekkja þessa byggingu þá er þetta bygging sem áður hýsti höfuðstöðvar STASI í Berlín, ríkisöryggisráðuneyti Austur Þýskalands (Ministerium für Staatssicherheit), sem rak leyniþjónustu ríkisins. Á annað hundrað þúsund manns er vitað til að hafi starfað sem uppljóstrarar fyrir leyniþjónustuna, meðal almennings.

Verði starfsmaður áskynja um ámælisvert athæfi skal hann vekja athygli næsta yfirmanns á atvikinu, sem ekki á sjálfur hagsmuna að gæta, eða annarra viðeigandi aðila. Starfsfólk geldur ekki fyrir ábendingar um brot á siðareglum eða fyrir að leita réttar síns telji það á sér brotið.

Þetta gæti vel verið setning úr starfsreglum STASI í Austur Þýskalandi en svo er ekki. Þetta er setning úr 5. gr Siðareglna Ríkisútvarpsins.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Starfsmenn RUV veiti upplýsingar um samstarfsfólk sitt

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.