Ásmundur Friðriksson, boðar eftirlit með öllum Múslimum á Íslandi og að landinu verði lokað fyrir Múslimum.

Ásmundur Friðriksson, vill eftirlit með öllum Múslimum á Íslandi og að landinu verði lokað fyrir Múslimum.

Rasismi á Íslandi á sér ekki rætur innan í Íslensku Þjóðfylkingunni sem flestir vita að inniheldur einungis ofstækisfulla trúða og vitfirringa úr stjórnarflokkunum báðum.

Þar ofan á bætast nokkrir patar með lága greind sem eru einfaldlega vel stýranlegir menn og konur sem velta sér ekki upp úr smáatriðum og láta sig litlu varða hvaðan upplýsingar koma. Þetta eru með öðrum orðum meinleysisgrey á þessu stigi, hvað sem seinna verður.

Rætur rasisma á Íslandi eru í stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. En stefnuleysi stjórnarandstöðuflokkanna er ekki minna vandamál.

 

f19f7b55013443326f697d88e6fc2f28

Stefna og stefnuleysi

Er komin tími til að segja NEI við aukinni landamæragæslu og mismunun á grundvelli uppruna, trúar, litarháttar, kynferðis eða þjóðfélagsstöðu? Að þú getir ekki setið báðu megin borðsins? Að þú eigir að taka afstöðu, ekki láta fávitabandalagið taka hér öll völd og fylla fólk af ótta með lygasögum um stríðsástand í Svíþjóð eða galopin landamæri á Íslandi, allt sé þetta bull? Ákveddu hvort þú ætlar að vera maður eða mús. Ef þú ert ert mús þá vælir þú í kór þjóðernissinna sem hafa horft á allt of margar bíómyndir.

En í raun eru þessi skilaboð stjórnarflokkanna til kjósenda um að ekki verði unnið með Þjóðfylkingunni, einungis dulbúið erindis og stefnuleysi ALLRA flokka í málefnum flóttafólks enda standa svo sem allir flokkar að þessum loftkenndu yfirlýsingum um að vinna ekki með þessum til tekna flokki.

Eftir stendur þó sú staðreynd að Þjóðfylkingin er kannski eini flokkurinn sem mótað hefur raunverulega stefnu á málinu. Sú staðreynd er ansi óhugnanleg, að hinir flokkarnir skuli ekki hafa séð ástæðu til að undirbúa sig betur gegn helstefnu Þjóðfylkingarinnar sem að þegar að grant er skoðað er ekki svo langt frá stefnu núverandi stjórnarflokka.

Ef þú sért maður, þá standir þú með okkur vaktina um þau gildi sem við sameinuðumst um í kjölfar Víetnam stríðsins, eftir morðin á Black Panthers meðlimum í Bandaríkjunum sem framkvæmd voru af FBI, Malcolm X, Martin Luther King og mörgum fleirum ?

Eru það skilaboð stjórnarflokkanna með hvítþvotti þeirra af helstefnu Þjóðfylkingarinnar ? 😉

Stefnuskrár stjórnarandstöðuflokkanna í málefnum flóttafólks eru eftir sem áður óljósar og uppfullar af almennu blaðri eða copy/paste upp úr hinum og þessum Mannréttindasáttmálum, svona eins og upp á punt.

Er stefna flokkanna í málefnum flóttafólks eitthvað sem að bragð er af, eða einkennist stefna stjórnarandstöðuflokkanna í þessum málaflokki af því að vera í raun engin stefna, þar sem engu er lofað en þess í stað er blaðrað óformlega um þessi mál af innlifun þegar að þau bera á góma í spjallþáttum ?

Ég held að við vitum öll svarið við þeirri spurningu, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru alls ekki að boða neina friðarstefnu í málefnum flóttafólks. Einungis eru nokkrir dagar síðan að nýkjörin varaformaður Framsóknarflokksins sagði við fréttamenn að engin áform væru uppi um að taka við fleira flóttafólki og í þessum töluðu orðum er unnið að því af stofnun sem heyrir undir Ólöfu Norðdal flytji Morteza ólöglega úr landi á svig við alþjóðalög.

Stjórnarandstöðuflokkarnir á móti, gefa út sem minnsta stefnu en láta sér nægja að setja fram loftkennda frasa um flóttafólk, áform þeirra eru þó fyllilega óljós og það sama verður um efndir. Enda hefur sagan sýnt okkur að allir stjórnmálaflokkar hafa stundað þetta í gegn um tíðina, að forðast að móta sér stefnu um flóttafólk í þeim tilgangi að fæla ekki frá kjósendur. Afstöðuleysið hefur verið svo til algjört og lítið hefur breyst í því efni þrátt fyrir þá grafalvarlegu stöðu sem er uppi í heiminum.

Sá rasismi sem predíkaður er af Þjóðfylkingarfólki og á Útvarpi Sögu, á rætur sínar að rekja inn í ríkisstjórn Íslands og inn í forystu stjórnarflokkanna rétt eins og morðin á mannréttindaleiðtogum í Bandaríkjunum voru fyrirskipuð af J. Edgar Hoover. Stjórnarliðar eru mjög sáttir við Íslensku Þjóðfylkinguna enda virkar hún eins og tálbeita sem hefur það hlutverk að villa kjósendum sýn. Rasisminn kemur beinustu leið innan úr stjórnarflokkunum enda koma liðsmenn Þjóðfylkingarinnar þaðan. En yfirlýst andstaða flokkanna við helstefnu Þjóðfylkingarinnar hvítþvær ekki stjórnarflokkana, þeir eru eftir sem áður með stefnu sem er fjandsamleg flóttafólki. Andstaðan hvítþvær ekki heldur stjórnarandstöðuflokkana af stefnuleysinu.

Það er því engan vegin fullnægjandi af hægri flokkunum hér á landi að lýsa yfir andstöðu við Þjóðfylkinguna, þegar að nóg er af rasistum innan þeirra eigin raða, í þeirra eigin þingmannaliði. Fólk sem vill einangra landið, hleypa engum inn í það.

Það þarf engan að undra að Íslenska Þjóðfylkingin skuli lofa lögreglunni öllu fögru í stefnuskrá sinni. Auknum fjármunum, auknum heimildum, úrsögn úr Schengen ect. Fasistar hafa alla tíð ætlað að leysa öll mál sem þeir skilja ekki með löggæslu, vopnavaldi, ofbeldi. Björn Bjarnason og margir aðrir úr röðum stjórnarflokkanna hafa predíkað þessar sömu áherslur áratugum saman.

En eftir situr stóra vandamálið sem er vöntun á skýrri stefnu stjórnarandstöðuflokkanna í málinu, hana þarf að móta og setja fram fyrir kosningar.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Stefna og stefnuleysi flokkanna

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.