Gunnar Waage skrifar:

Þessar kosningar munu snúast um skil milli mennsku og mannfyrirlitningar. Víglínan er skýr og eftir að hafa tifað í mörg ár á andstöðu minni við háttalag ráðherra í það og það skiptið, þá þykir mér það ánægjulegt að tekist hafi að stilla pólitískum andstæðingum flóttafólks upp við vegg í eitt skipti fyrir öll. Staðan er skýr í fyrsta skipti. Ég byrjaði á sínum tíma að greina hina og þessa menn og konur sem rasista í Júlí 2016.

Þá þekktist slík greiningarstarfssemi ekki í Íslenskum fjölmiðlum og yfir mig helltust hótanir um lögsóknir, m.a. innan úr alþingi. Í dag lít ég yfir landslagið og er greiningin nú orðin órjúfanleg okkar pólitíska litrófi. Fleiri og fleiri hika ekki lengur við að kalla hlutina sínu nafni.

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði í þinginu í dag jafnmikilvægt að leysa vanda saufjárbænda og flóttabarna.

Hvernig dirfist þingmaðurinn að í fyrsta lagi beita því lýðskrumi að troða hagsmunum sauðfjárbænda inn í umræðu um börn sem eiga í vanda ???

Í öðru lagi er þetta í alvöru sá skilningur sem þingmaðurinn leggur í málefni flóttafólks, að hér sé einhverskonar hagsmunamál á ferðinni sem verði líkt við kjaramál einstakra hópa í þjóðfélaginu sem nota bene koma flóttabörnum ekkert við ?

Bjarni Benediktsson neitaði að taka á dagskrá málefni flóttabarna nema að því tryggðu að sjálfsagt og eðlilegt ákvæði í stjórnarskrá yrði tekið út af borðinu. Eiga þessir menn engan heiður ?

Fá Þessir félagar, Bjarni Ben og Gunnar Bragi ekki ógeð á sjálfum sér ? Fær Bjarni Benediktsson aldrei æluna upp í hálsinn þegar hann lítur í spegil ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Stjórnarliðar opinberaðir – Línur skýrast

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.