TPP-investor-state-dispute-settlement-what-now-524-Sm-color-72-dpi-

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 20. Maí síðastliðinn, segist Bjarni vilja bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda.

Bjarni segir einnig í greininni að fyrirhugaðar breytingar vera einar allra mestu sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni frá upphafi og að þær væru til þess fallnar að varða veginn fyrir frekari endurskoðun.

Ég er á þeirri skoðun að stjórnarandstaðan þurfi að leggjast gegn öllum breytingum á stjórnarskrá á þessu kjörtímabili. Formanni Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssyni hefur orðið meira tíðrætt um stjórnarskrárbreytingar eftir því sem liðið hefur á stjórnarsetuna og ætti hverjum að vera ljóst að auðlindaákvæði á vakt þessarar stjórnar, verður alltaf sett fram með það fyrir augum að styrkja stöðu útgerðarmanna gegn grundvallarbreytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi.

Hvað varðar áhuga Bjarna Benediktssonar fyrir ákvæðum í stjórnarskrá um þjóðaratkvæðagreiðslur, þá kemur sá áhugi Bjarna mér spánskt fyrir sjónir.

Síðan er það þetta ákvæði sem heimilar framsal ríkisvalds. Þarna er á ferðinni mjög varasamt ákvæði. Ákvæði um framsal ríkisvalds var einmitt ástæðan fyrir því að ég sjálfur kaus gegn nýju stjórnarskránni enda var ekki boðið upp á að kjósa sérstaklega um það ákvæði.

Framsal ríkisvalds er óþarft og í raun er það leikur að eldi. Því þrátt fyrir að vissulega geti falist hagræði í slíkri heimild þá eru miklar hættur í slíku ákvæði. þá er í nokkurn tíma búið að vera að byggjast upp eins konar löggjafarvald og dómsvald utan þjóðríkjanna þar sem alþjóðlegum dómnefndum er falið að gera út um deilumál, oft á tíðum í málum er varða umhverfismál og jafnvel mál er varða öryggi starfsmanna þessara fyrirtækja í viðkomandi landi . Þetta gerist með þeim hætti að stórfyrirtæki í sitt hvoru landinu gera með sér viðskiptasamninga sem fela í sér viðurlög við broti á samningi. Við meint samningsbrot fer málið fyrir einkarekna dómnefnd sem lítur lögum hvorugs heimalands fyrirtækjanna.

Samningurinn felur í sér þá kvöð fyrir báða aðila að leita úrskurðar hjá viðkomandi dómnefnd eða dómstól. Með þessu er verið að smíða löggjafarvald og dómskerfi sem stendur utan dóms og laga þjóðríkja enda þótt hugmyndin séu göfug að baki þessu fyrirkomulagi, e.a.s., að ríkjum sé með þessu gert að fara strangt eftir alþjóðalögum, vandamálið er að í mörgum tilfellum koma upp árekstra milli alþjóðalaga og laga sem eru sett sérstaklega vegna staðbundinna aðstæðna. Heimildir til þessa fyrirkomulags er verið að setja inn í samvinnu út frá NAFTA sem og alþjóðlegan viðskiptasamning milli NAFTA ríkjanna og margra annara ríkja, sams konar fyrirkomulag er í smíðum milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna undir nafninu the Transatlantic Trade and Investment Partnership. Samningurinn milli ESB og BNA inniheldur einnig þennan Investor-state dispute settlement mekkanisma.

kangaroo-court

 

Þannig að framsal á ríkisvaldi er alvarlegt mál og þyrfti slík heimild í stjórnarskrá að vera mjög þröng. Ákvæðið þyrfti að skilgreina mjög ítarlega hver tilgangurinn með því væri. Í raun er eðlilegast og öruggast að sleppa slíku ákvæði alfarið, þrátt fyrir meðmæli ýmissa lögspekinga.

Sjá:

Investor-state dispute settlement

Trans-Pacific Partnership (TPP)

Transatlantic Trade and Investment Partnership

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Stjórnarskrá LÍÚ og framsalið

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.