Ég hef verið sakaður um að ráðast að tjáningarfrelsinu. Hið rétta er að ég iðka tjáningarfrelsið.

73. grein stjórnarskrárinnar:

  1. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
  2. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
  3. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Þessi grein rétt eins og allar aðrar greinar stjórnarskrárinnar er ekki einungis rituð með hagsmuni fína fólksins í huga, henni er ekki einungis ætlað að þjóna þingmönnum eða ráðherrum eða prestum. 

“En er nokkur slíkur vefmiðill til okkar á meðal? ––Já, hann heitir Sandkassinn og hefur dirfzt að flokka marga þekkta borgara landsins sem “nýrasista”, en á þeim lista eigandans, Gunnars Waage trommuleikara, eru 34 manns, m.a. þrír fyrrverandi formenn í elztu flokkum landsins (þar af 2 fyrrv. forsætisráðherrar og 1 fyrrv. ráðherra að auki), ennfremur þrír aðrir fyrrv. alþingismenn og einn núverandi að auki, sem og tveir borgarfulltrúar og meðal annarra íslenzkur prestur og núv. forstjóri Útlendingastofnunar! Ennfremur ég og formaður okkar Helgi, sá dagfarsprúði maður.”

Jón Valur Jensson

Já þið eruð rasistar, er eitthvað í Íslenskum lögum sem bannar mér að benda á það ?

Svarið er NEI.

Og það sem meira er, það væri sannkallað ábyrgðarleysi að gera það ekki. Ef Jón Valur Jensson er rasisti, þá er full ástæða til að benda á það. annað væri hreint ábyrgðarleysi og henni (stjórnarskránni) er ekki einungis ætlað að vernda tjáningarfrelsi Íslenskra rasista. Í Bandaríkjunum hefur að undanförnu sýnt sig svo ekki verður um villst að ekki einu sinni forsetinn er hafin yfir lög.

Ég iðka mitt tjáningarfrelsi. Mér er ekki skemmt við þessa iðju, langt í frá. Mín vegna mætti einhver annar sjá um þessa ósvinnu. En skítverkum verður að koma frá eins og öðru.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Stjórnarskráin gildir líka um rasista

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.