4-18-Blog_image

Sema Erla Serdar skrifar –

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skrifaði í dag undir samkomulag við Microsoft, YouTube, Twitter og Facebook sem felur í sér að berjast gegn hatursorðræðu á internetinu. Með samkomulaginu hafa fyrirtækin heitið því að berjast af meiri krafti gegn hatursorðræðu og öfgum á samfélagsmiðlum sínum.

Fyrirtækin hafa með samkomulaginu skuldbundið sig til þess að vinna með samtökum og stofnunum gegn ólöglegri hatursorðræðu á netinu og hafa lofað aðgerðum til þess að sporna gegn því að öfgar og hatur haldi áfram að breiða úr sér á internetinu. Það ætla fyrirtækin m.a. að gera með því að auðvelda notendum sínum að tilkynna hatursorðræðu sem þau sjá á miðlunum og bregðast hraðar við tilkynningunum.

Þá hafa fyrirtækin skuldbundið sig til þess að fjarlægja alla hatursorðræðu á internetinu innan 24. klst og standa fyrir fræðslu og vitundavakningu um hatursorðræðu og hvers konar efni er ekki leyfilegt samkvæmt siðareglum sem fyrirtækin hafa nú undirritað við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Hatursorðræða á internetinu hefur vaxið svo um munar síðustu misseri og er það mikið áhyggjuefni. Málefnaleg og upplýsandi umræða um málefni samfélagsins hefur orðið undir í baráttunni við hatursorðræðu, persónuárásir og netníð og því verður þetta samkomulag að teljast stór sigur í baráttunni gegn því samfélagsmeini sem hatursorðræða á internetinu er!

En hvað er hatursorðræða?

Hugtakið hatursáróður eða hatursorðræða (e. hate speech) vísar til tjáningar sem hvetur, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur, eða aðrar myndir fjandsamlegs hugarfars sem byggjast á þröngsýni eða skorti á umburðarlyndi. Undir þá skilgreiningu fellur t.a.m. hörð þjóðernisstefna, mismunun og fjandskapur gagnvart minnihlutahópum, innflytjendum og fólki af innflytjendaættum. Í þessum skilningi nær hatursáróður yfir ummæli sem óhjákvæmilega er beint gegn persónu eða sérstökum hópi fólks. – Tilmæli Evrópuráðsins nr. R(97)20

Fordómar , einelti og hatursorðræða, hvort sem það eru hlutir sem fólk upplifir á internetinu eða í sínu daglega lífi, eins og td. í skóla eða á vinnustað, er samfélagsmein sem mikilvægt er að ræða, án þess að gefa þeim sem spúa slíku hatri of mikið svigrúm, til þess að finna leiðir til þess að uppræta það.

Á síðustu vikum og mánuðum höfum við hér á landi upplifað ákveðna vitundarvakningu um fordóma í íslensku samfélagi, hatursorðræðu í opinberri umræðu og netníð. Það er vonandi að þetta stóra skref sem nú hefur verið tekið í þessari baráttu verði að fyrirmynd fyrir fjölmiðla, stjórnmálamenn og aðra sem móta samfélagsumræðuna en áhrif þeirra og vald er mikið þegar kemur að því að vinna gegn hatursorðræðu á netinu!

 

Sema Erla Serdar

Sema Erla Serdar

29 ára stjórnmála- og Evrópufræðingur sem berst fyrir friði, frelsi og jafnrétti þegar hún er ekki að horfa á fótbolta eða leika við hundana sína.

Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ungur jafnaðarmaður!
Sema Erla Serdar

Latest posts by Sema Erla Serdar (see all)

Stórsigur í baráttunni gegn hatursorðræðu á netinu!

| Sema Erla Serdar |
About The Author
- 29 ára stjórnmála- og Evrópufræðingur sem berst fyrir friði, frelsi og jafnrétti þegar hún er ekki að horfa á fótbolta eða leika við hundana sína. Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ungur jafnaðarmaður!