are-you-in-the-overkill-cult-600x300

Það kemur alls staðar fram hér á Sandkassanum að netákallið “Stöðvum hatursumræðuna á Útvarpi Sögu”, er ekki á vegum Sandkassans. Sandkassinn styður við verkefnið og fjallar reglulega um það sem að þar fer fram. Sjálfur er ég aðili að verkefninu. Stjórnandi netákallsins “Stöðvum hatursumræðuna á Útvarpi Sögu”, hafði samband við mig og bað mig um að taka málið fyrir sem ég varð við með glöðu gleði enda er ég fullkomnlega samstilltur átakinu persónulega.

cliparts-images-mouth_Vector_ClipartEn það hefur ekkert farið fram hjá mér að fólk veltir talsvert fyrir sér hverjir standi að baki netákallinu og hafa meðal annars vangaveltur stjórnenda Útvarps Sögu um það efni verið harla skrautlegar og jafnvel teigt sig ut fyrir landsteinana og inn í vogunarsjóði, yfir í Panama-skjölin og eitthvað sem Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstýra kallar “árásin á Ísland“. Persónulega þykir mér það hið besta mál enda er alls engin ástæða til að persónugera átakið, efnislegt innihaldið og þau rök sem í málinu liggja skipta öllu máli. Við skulum ekki gleyma því að Útvarp Saga sætir nú ákæru fyrir hatursglæpi sem er í meðförum Ríkissaksóknara. Það er því ekki skrýtið að starfsmenn Sögu séu tæpir á taugum.

Undanfarna mánuði hefur verið starfræktur Svartur listi hér á Sandkassanum. Listi yfir þau fyrirtæki sem að mati okkar út frá alþjóðastöðlum starfa kerfisbundið gegn hagsmunum innflytjenda og annarra minnihlutahópa á Íslandi. Við beinum þeirri ábendingu til lesenda okkar að skipta ekki við, kaupa ekki auglýsingar hjá eða nýta aðra þjónustu sem að þessi fyrirtæki bjóða upp á. Þetta er fullkomnlega leyfilegt enda er neytendum fyllilega heimilt að hafna viðskiptum við fyrirtæki sem einfaldlega eru ekki að standa sig að mati neytenda. Neytendum er einnig fullkomnlega leyfilegt að beina orðsendingum um þessi fyrirtæki til annarra á opinberum vettvangi. Ef að svo væri ekki, þá væru hinar ýmsu neytendasíður ekki leyfilegar.

Þá var það ákveðið hér að þau fyrirtæki sem neita að hætta að auglýsa þjónustu sína á Útvarpi Sögu í framhaldi af umræddu netákalli, verði að lokum sett á svarta listann hér á Sandkassanum. Sem dæmi þá mun Sælgætisframleiðandinn Góa fara inn á listann ef að hann bregst ekki við netákallinu og hættir að auglýsa á stöðinni. Ákvörðun um þetta fyrirkomulag er tekin hér á Sandkassanum. En eðlilega er netákallið “Stöðvum hatursumræðuna á Útvarpi Sögu”, sjálfstætt verkefni sem er hvorki rekið af Sandkassanum, mér eða Semu Erlu Serdar eða neinum þeirra sem nefndir hafa verið til sögunar að mér vitandi.

:Þessi misskilningur er líklega komin til af því að Sandkassinn var fyrstur til að taka þetta mál upp og hefur fjallað mest um þetta mál af öðrum fjölmiðlum, hefur tekið afstöðu með átakinu enda starfar þetta tímabundna átak í ágætis sinfóníu við höfuðáherslur Sandkassans. Persónulega er ég þáttakandi í netákallinu en það eitt og sér tengir ekki svartan lista á Sandkassanum við netákallið, þótt viðbrögð auglýsenda á Útvarpi Sögu við netákallinu, séu hér notuð sem ein af þeim viðmiðum sem geta gert það að verkum að fyrirtæki séu sett á svarta listann.

En það hefur ekkert farið fram hjá mér að fólk veltir talsvert fyrir sér hverjir standi að baki netákallinu og hafa meðal annars vangaveltur stjórnenda Útvarps Sögu um það efni verið harla skrautlegar og jafnvel tengt sig ut fyrir landsteinana og inn í vogunarsjóði, yfir í Panama-skjölin og eitthvað sem Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstýra kallar “árásin á Ísland“.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Svarti listinn á Sandkassanum og sjálfstætt netákall

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.