Jú það að firra sig veruleika sínum þýðir m.a. að þú gerir þér hugmyndir sem ekki standast um þann veruleika sem þú ert staddur í. Þetta heitir á góðri Íslensku að ljúga að sjálfum sér. Um leið og gera má einnig ráð fyrir að þeir sem hugsa og tala í þekktum öpuðum frösum, séu einfaldlega neðarlega í greind og skilji ekki til fulls hvað frasarnir þýða. Þá er það nú algengara að viðkomandi kunni einfaldlega vel við sig í ímynduðum veruleika frekar en í raunheimum. Að sjálfsögðu er talað um veruleikafirringu í tengslum við ýmis sálfræðiatriði svo sem ofsakvíða og fleira, en í þessu samhengi þá erum við að tala um grandiose hugmyndir sem fólk gerir sér til langs tíma um sjálft sig og umhverfi sitt. Ýmis dæmi um þekkta frasa sem eru að sjálfsögðu hreinar mótsagnir og bull:

Það er ekkert að marka þessar skoðanakannanir því hinn þögli meirihluti er á annarri skoðun

90% flóttafólks er ekki flóttafólk og það á að snúa þeim frá í Leifsstöð, hvernig gerir þetta mig að rasista þegar einungis er á ferðinni visst raunsæi ?

Ég á meira að segja svarta konu og blönduð börn, hvernig dettur fólki í hug að kalla mig rasista ?

Fjölmenningarstefnan hefur mistekist

Við sem vitum hver staðan er í löndunum í kring um okkur og viljum láta hina vita

Hugmyndafræði sem samræmist ekki vestrænni menningu

Tökum frekar á móti kristnu flóttafólki

Þetta getur verið af ýmsum toga. Nú ef einhver planar að segja ósatt þá getur verið óvitlaust fyrir viðkomandi að gera tilraun til að trúa sögunni sjálfur upp að vissu marki, jafnan með einhverskonar réttlætingum eða einföldunum, smávægilegum lygum hér og þar sem þó geta breytt útkomu hlutanna á dramatískan hátt.

Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og varaoddviti Íslensku Þjóðfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, segir Svein Gest Tryggvason ekki tengjast Þjóðfylkingunni (sér vitanlega). Álíka segir Helgi Helgason fyrrverandi formaður. Þjóðfylkingin er í óða önn að þrífa sig af Þjóðfylkingar Manninum Sveini Gesti Tryggvasyni, ekki skrýtið kannski. En ekki mjög gáfulegt enda hefur engin efast um aðild Sveins Gests að Þjóðfylkingunni fyrr en nú að meðlimir vilja ekki kannast við þennan verndara sinn. Þjóðfylkingarfólk hefur látið sér vel líka að hafa hann með sér í spjalli hafandi í hótunum við hina ýmsu viðmælendur sem sætta sig ekki við mannfjandsamlegan aðskilnaðarboðskap Þjóðfylkingarfólks.

Þeim hefur þótt gott að hafa þennan mann í slagtoginu, vitandi vel rétt eins og viðmælendurnir, að Sveinn Gestur er með ljótan ofbeldisferil að baki og hefur um árabil verið álitin afar hættulegur. Þá hefur þessu fólki líkað mjög vel að viðmælendur þeirra séu hræddir við Svein Gest. Hið rétta er að Sveinn Gestur hefur verið “enforcer” Íslensku Þjóðfylkingarinnar og hafa þáttakendur á Stjórnmálaspjallinu, andmælendur rasískrar stjórnmálastefnu ÍÞ vítt og breitt um kommentakerfin, fengið að kenna á hótunum um ofbeldi frá Sveini Gesti ef þeir hafa verið ósáttir við stefnu Íslensku Þjóðfylkingarinnar og tengdra aðila.

Það má vel vera að í veruleikafirringu Helga Helgasonar eða Sigurlaugar Oddnýar Björnsdóttur sem birtist nú í afneitun þessari, felist viss sjálfsgagnrýni, jafnvel sjálfsógeð. En það kemur upp um þau bæði að þau þykjast nú ekkert vita um Svein Gest Tryggvason, það sem þó allir aðrir vissu og þótt hann hafi verið í svo til daglegu samneyti við þau á netinu fyrir allra augum. Ég hef rætt um áhyggjur mínar síðan í fyrra, af umtalsverðum fjölda ofbeldisfólks innan Þjóðfylkingarinnar og hef ég reynt að benda á að öfgaþjóðernishreyfingar laði að sér ofbeldis og undirheimafólk, fólk sem fyrir er jafnan uppfullt af réttlætingum og afsökunum fyrir eigin hegðun og athæfi. Þetta er einfaldlega vel þekkt meðal Þjóðfylkinga um allan heim. Ég hef einnig leitað ítrekað eftir afskiptum lögreglu af mönnum sem þessum, þ.m.t. Sveini Gesti Tryggvasyni. Lögreglan hefur ekki tekið á málum heldur þvert á móti tjáð mér að mál verði ekki rannsökuð því þeir hafi alvarlegri málum að sinna, svo sem morðmálum.

Okkur er því öllum um að kenna, einnig mér því eflaust gæti ég á einhvern hátt hafa staðið öðruvísi að málum. En þó öllu alvarlegri eru starfshættir lögreglu sem þráast við og nennir ekki og vill ekki skipta sér af hatursglæpum. Þetta hefur maður oft fengið að heyra frá þeim þegar þeir halda að engin hlusti.

Lögregla neitar hvað eftir annað að taka við kærum, sem dæmi þá neitaði lögreglumaðurinn Benedikt Lund að taka niður kæru vegna þess að allar rúður á neðstu hæð í bakhlið hússins þar sem ég bý voru brotnar. Hann sagði að ég þyrfti “að hugsa hvort ég þyrfti ekki að hætta að tjá mig með særandi hætti í garð fólks”. Hann byrjaði viðtalið á lofræðu um Arnþrúði Karlsdóttur sem hann sagði góða vinkonu sína og Útvarp Sögu sem hann hlustaði mikið á og var sú lofræða Bendikts Lund þrálát í þessu rúmlega klukkustundarviðtali. Eitt skiptið í viðtalinu stóð hann upp, skipaði mér að sýna sér kurteysi ellegar hann myndi henda mér út með miklum tilþrifum, “það hafa margir séð mig taka á mönnum” sagði Benedikt Lund.

Að sjálfsögðu datt mér á endanum ekki í hug að leggja fram kæru eftir öðrum leiðum enda hafði lögreglan tjáð mér að málið yrði ekki rannsakað. Í kæru hefði ég að sjálfsögðu lagt fram gögn sem sýndu vissa aðila grunaða í málinu. En fyrst ekki stóð til að rannsaka málið þá hefði slíkt skref einungis valdið mér og fjölskyldu minni auknum óþægindum. Ég lét því þar við sitja og sleppti því að kæra. Ég tek fram að ég álít ekki Svein Gest neitt endilega hafa verið þarna að verki umfram aðra aðila þótt þáttur hans verði ekki útilokaður.

Það er merkilegt að Eyrún Eyþórsdóttir skuli segja engan vera grunaðan í máli er varðar líkamsárás á portúgalskan mann hér á landi. Hann hafði staðhæft við mig er hann sá mynd af Sveini Gesti Tryggvasyni að Sveinn Gestur hefði ráðist á sig. Hvernig má þá vera að Eyrún Eyþórsdóttir lögreglukona haldi því fram að engin sé grunaður í málinu. Hér fer á eftir tilkynningin sem Eyrúnu barst:

Á netinu stærði Sveinn Gestur sig af því að hann hefði mætt með erlenda starfsmenn sína í túnþökufyrirtæki sínu til lögreglu og þeir hefðu látið honum í té fjarvistarsönnun. Ef sú saga er rétt þá hlýtur Lögreglan að efast um ágæti slíks vitnisburðar. Ég vil taka fram að ég spurði ekki þolandann hvort Sveinn Gestur Tryggvason hefði ráðist á hann, heldur einungis sendi ég honum mynd af Sveini Gesti og spurði hann hvort hann kannaðist við manninn. Svarið var mjög ákveðið og án nokkurs vafa, að sama skapi staðfesti Salmann Tamimi með sama hætti um sömu helgi að Sveinn Gestur væri gerandinn í sams konar máli gegn sér. Ef ég man rétt þá hafði ég einungis sent honum myndina án nokkurar spurningar um hvort hann þekkti manninn þegar hann sagði að fyrra bragði Svein Gest vera manninn sem hefði áreitt sig.

Ég bið ykkur að afsaka en í mínum augum er vandamálið tvenns konar. Annars vegar Lögregla sem tekur ekki á málum, ræður ekki við það, hefur ekki fjármunina, ekki mannaflan eða heimildirnar og virðist í raun ekki ætla að taka á þessum málaflokki yfirhöfuð, þrátt fyrir tilmæli frá Sameinuðu Þjóðunum um að lögreglu í aðildarríkjum beri að taka á ekki einungis hatursglæpum heldur einnig hatursorðræðu sem að sjálfsögðu er einnig glæpsamlegt athæfi. En þegar að ráðherrar Íslenskrar ríkisstjórnar gera sig heimakomna í viðtöl á Útvarpi Sögu, m.a. í þeim tilgangi að veita ákærðum starfsmanni stöðvarinnar vilyrði í beinni útsendingu fyrir lagabreytingum sem myndu koma í veg fyrir þá dómsniðurstöðu sem starfsmaðurinn eigi á hættu. Þegar að fordæmið er með þessum hætti ofan frá, þá er ekki við góðu að búast í neðri lögum samfélagsins.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Sveinn Gestur & veruleikafirring Þjóðfylkingarinnar – vanhæf ríkisstjórn & löggæsla í málefnum innflytjenda.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.