Maður hefur heyrt ýmsa mongúla á vegum andfjölmenningarsinna halda því fram að ISIS séu þau grimmustu og verstu samtök sem starfandi séu í dag. Þetta er náttúrulega lítið annað en bull. Hitt er annað mál að dauði og tortúr er vondur og ljótur, sama hvort ISIS standa að baki honum eða einhver annar.

Bandaríkjamenn eru ekki mikið að velta fyrir sér því sem gengur á í þeirra bakgarði en þar stunda glæpasamtök ekki síður hroðaleg fjöldamorð og ekki í ósvipuðum tilgangi og ISIS. Af hverju ætli það sé, getur verið að þær 100 billjónir dollara (kókaín gróði) sem fara í gegn um gjörspillt bankakerfið í Bandaríkjunum á hverju ári hafi eitthvað með það að gera ?

kaþólikkar, getur það verið ?

Ef þið hafið áhuga á ISIS þá hafið þið eflaust áhuga á fjöldamorðum í Mexíkó, þau eru ekki skárri og já þetta eru meira og minna óbreyttir borgarar með engin tengsl við neina glæpastarfssemi. En í þessu tilfelli eru á ferðinni kaþólikkar. Sérstaklega vil ég vara Valdimara þessa lands við og ráðleggja þeim að setja á sig bleyju áður en lengra verður haldið:

Ég vara við þessum myndum, þær eru ekki fyrir viðkvæma:

cartel murders in mexico – Google Search

No Description

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Svo þú ert hræddur við ISIS

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.