Samtökin Tjáningarfrelsið eru þau samtök á Íslandi sem bera eitt það mesta rangnefni sem fyrirfinnst. Markmið þeirra er að bera út hatursboðskap í garð múslima og innflytjenda almennt. Hatursáróður er ekki skilgreindur sem hluti af tjáningarfrelsi og þegar menn skoða hverjir sitja í stjórn samtakanna þá kemur fljótt í ljós fyrir hvað hin rangnefndu samtök standa. Valdimar Jóhannesson formaður, Arndís Ósk Hauksdóttir, Margrét Friðriksdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson hafa öll verið skilgreind sem ný-rasistar enda gerir þetta fólk fátt annað en að spúa út úr sér hatri í garð múslima og annara minnihlutahópa.

Í fyrra buðu samtökin Norska múslimahataranum Hege Storhaug hingað til lands. Hún hélt hér fyrirlestur á Fosshóteli. Hún er höfundur bókarinnar Þjóðaplágan Íslam en Storhaug hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að sitja alla múslima undir sama hatt og ala á rasískum viðhorfum. Magnús Þór Hafsteinsson þýddi bókina en sá er þekktur fyrir þáttöku sína í Frjálslynda Flokknum og fyrirlitleg viðhorf í garð flóttamanna. Hann er nú meðlimur í Flokki Fólksins en sá flokkur gerir mjög út á þjóðernispopulisma.

Maður sem vildi ekki gefa upp nafn sitt gaf öllum þingmönnum og þúsund útskriftarnemum frá háskólum landsins Þjóðapláguna Íslam. Nú hefur komið upp úr krafsinu að Valdimar Jóhannesson var sá sem gaf þessum 1063 einstaklingum bókina. Eftir situr samt spurningin hver kostaði fyrirlestur Hege Storhaug?

2+2=4

Vakur heita nýstofnuð rasistasamtök sem buðu nýlega Bandaríska múslimahataranum Robert Spencer til Íslands. Hann mun halda fyrirlestur á Grand Hóteli þann 11. Maí. Mun ræða hans fara fram í sali Gullteigs. Um þann sal segir eftirfarandi á vefsíðu Grand Hótel:

“Gullteigur er fjölnota salur og einn sá tæknivæddasti á landinu. Gullteigur er stærsti salurinn á Grand Hótel Reykjavík og tekur allt að 470 manns í sæti.

Eins og gera má ráð fyrir er Gullteigur fullbúinn allri nýjustu tækni fyrir fundi og ráðstefnur. Salurinn er með sérinngang og stórt móttökusvæði með bar og sætum sem hentar vel fyrir fordrykki, kaffihlé eða sýningar. Salnum er hægt að skipta í tvennt ef þurfa þykir og möguleiki er á að koma fyrir dansgólfi og færanlegu sviði.”

Upphaflega ætluðu allir meðlimir Vakurs að skýla sér á bakvið nafnleysi. Athyglin sem fyrirhuguð ráðstefna hefur fengið neyddi þó þeirra helstu forsprakka til að stíga opinberlega fram. Þeir eru Þröstur Jónsson, Sigurfreyr Jónasson og hver annar en Valdimar Jóhannesson. Þó að enginn vilji gangast við því að hafa kostað annarsvegar komu Storhaug og hinsvegar komu Spencer þá þarf ekki að leggja nema 2+2 saman til að sjá hver er að leggja fram milljónir á milljónir ofan til að halda lífi í glóð rasisma á Íslandi. Valdimar er sá eini sem er í bæði stjórn Tjáningarfrelsisins og Vakurs. Hann hefur þegar gengist við því að hafa gefið Þjóðapláguna Íslam til yfir 1000 einstaklinga en er samt ekki maður til að viðurkenna að hann hafi kostað báðar ráðstefnurnar.

Á meðan Valdimar hefur reynt ítrekað að skýla sér á bakvið nafnleysi sjálfur þá hikar hann ekki við að skipa mönnum að skrifa undir fullu nafni á bloggsíðu sinni ellegar fá ekki athugasemdir sínar birtar.

“Erik

Ég ætlaði raunar ekki að svara þér í fyrsta skiptið þar sem ég hef það sem almenna stefnu að svara ekki nafnleysingum. Gerðu grein fyrir þér og þá er kannski smávon að ég fari að fara í langar pælingar með þér. Reyndu ekki að senda mér aftur nafnlausa athugasemd. Svara hvorki nafnleysingum né þeim sem ekki kunna almenna mannasiði.”

 

Ófullkomin hatursglæpalöggjöf er Valdimari til happs

Í ársskýrslu Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) um Ísland er hatursglæpalöggjöfin okkar gagnrýnd og hvatt til breytinga á henni. Ein breytingartilagan er sú að fjármögnun, stofnun eða forysta hóps sem stuðlar að kynþáttahatri, stuðningur við slíkan hóp eða þátttaka í starfsemi hans yrði gerð að refsiverðu athæfi. Það er mjög óheppilegt að þetta sé ekki komið inn í lögin nú þegar enda væri þá hægt að ákæra Valdimar undir eins.

Það er þó nokkuð ljóst af fjölmörgum ummælum Valdimars að dæma að hann hefur margoft gerst brotlegur við núverandi löggjöf sem leggur bann við hatursorðræðu m.a. í garð trúarhópa. Hvers vegna hann hafi ekki enn verið ákærður er óskiljanlegt en fjölmargir áhrifaminni einstaklingar voru ákærðir fyrir mun vægari ummæli en hann hefur nokkru sinni látið frá sér fara.

Sem helsti fjármagnari rasisma á Íslandi er Valdimar einfaldlega stórhættulegur einstaklingur. Sykurpabbarnir vilja fá eitthvað til baka fyrir þá peninga sem þeir leggja til og hvað er Valdimar að gera annað en að æra upp óstöðugt fólk á kostnað minnihlutahópa? Hvert er hans “endgame” í þessu öllu saman?

 

Heimildaskrá:

http://www.visir.is/g/2016160529632/hofundur-sakadur-um-hatursarodur-heimsaekir-island

http://www.grand.is/radstefnur-og-fundir/gullteigur

http://stundin.is/frett/talsmadur-vakurs-segir-faranlegt-tengja-spencer-vid-kynthattahatur/

http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/2195384/#comments

http://www.ruv.is/sites/default/files/isl-cbc-v-2017-003-ice-embargo_0.pdf

 

Tengt efni:

http://sandkassinn.com/islenskir-nyrasistar-valdimar-johannesson/

http://sandkassinn.com/islenskir-rasistar-althjodavaedast/

Sykurpabbinn

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-