Í fyrsta sinn í marga áratugi heyrir maður ráðherra segja það með berum orðum ásamt rökstuðningi að það sé hægt að hækka laun verulega og langtum meira en Samtök atvinnurekenda mæla með. Þetta má heyra í viðtali við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra í viðtali við RÚV í dag

Miklu meiri hækkanir en þessi 3 – 4% sem formaður Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra hefur verið að tyggja ofan í þjóðina undanfarna daga.

Sem er sama prósentutalan og seðlabankastjórinn hefur nefnt sem hámark og sömuleiðis aðalhafræðingur seðlabankans hefur nefnt. Samtök atvinnurekenda hafa jafnframt tuggið þessa prósentu einnig.

Í gær mátti sjá í stærstu leturgerð Moggans þvert yfir forsíðu blaðsins þar sem segir að þjóðfélagið þyldi ekki meiri hækkun en þessar prósentur sem atvinnurekendur hafa nefnt. En Mogginn fylgir auðvitað sínum mönnum

Raunar vissu almennir launamenn þetta auðvitað og nú hefur Eygló Harðardóttir stillt verkalýðshreyfingunni upp við vegg þar sem hún skorar á forystu hreyfingarinnar að sækja verulega launahækkanir fyrir sína félagsmenn og svifrúmið sé fyrir hendi.

Eygló segir orðrétt:
„Ég held að það sé mjög mikilvægt að horfa til þess að við höfum verið að lækka skatta á atvinnulífið, við höfum verið að lækka skatt á ferðaþjónustuna, við höfum verið að lækka skatta á sjávarútveginn. Við sjáum það að vaxtamunur hjá bönkunum er að aukast.

Það hafa verið skiptar um það hvort atvinnulífið ætli raunverulega að skila þeim skattalækkunum til heimilanna eða ekki.

Ef þau eru ekki að gera það, ef það er ekki verið að skila þessum aukna vaxtamun áfram, ef lækkun þessara álaga á þessar útflutningsgreinar sem ég var að nefna eru ekki að skila sér áfram þá verð ég einfaldlega að segja að verkalýðshreyfingin hlýtur að ætla sér að sækja hærri laun til atvinnurekenda.“

„Við höfum verið að fara í þess háttar breytingar sem hafa aukið svigrúmið hjá atvinnulífinu.

Við sjáum að fyrirtækin eru að skila meiri afgangi og sérstaklega ef við horfum á útflutningsgreinarnar þá tel ég, já alveg sannarlega, að það sé hægt að sækja hærri laun.“

Það er svigrúm til verulegra launahækkana á vinnumarkaði

| Sandkassinn |
About The Author
-