22221

Um leið og efnavopn eru viðurstyggileg þá eru öll vopn notuð til manndrápa það ekkert síður. Sá sem hér situr hefur takmarkaðan skilning á því að umheimurinn skuli hafa horft upp á Assad Sýrlandsforseta í félagi við Rússa strádrepa þegna Sýrlands. En þegar á sér stað efnavopnaárás þá er það einhver deal breaker. Ég held ekki að sá sem missir ættingja sína í stríði spái mikið í það hvort viðkomandi hafi verið drepinn með byssukúlu, jarðsprengju, í loftárás eða með efnavopni.

En aðaláhyggjur Íslendinga hafa verið af viðskiptahagsmunum ýmissa fisksala sem selt hafa Rússum fisk. Svo stórkostlegar eru þessar áhyggjur af Íslenskum fisksölum undir viðskiptaþvingunum sem alþjóðasamfélagið stendur að vegna innrásarinnar á Krímsgaga, að Utanríkisráðherra tjáði Putin forseta Rússlands þessar áhyggjur. Rússar væru að eiga mun minni viðskipti við Íslendinga en aðrar þjóðir undir viðskiptabanninu.

Þetta eru áhyggjur Íslenskra ráðamanna af samskiptum okkar við Rússa. Skiptir Sýrland einhverju máli í þessu efni eða eigum við að þaga bara þetta framferði Rússa í hel þar sem að við græðum hvorki né töpum peningum á því máli ? í kring um hálf milljón manns hafa farist í Sýrlandi á undanförnum árum. Ekki einungis notkun eiturefnavopna falla undir stríðsglæpi. Í þessu stríði Assads gegn almennum borgurum er stór hluti aðgerða Sýrlenska hersins og rússa einnig stríðsglæpir. Þ.m.t. loftárásir á spítala og íbúðahverfi og beinar árásir á almenna óvopnaða borgara.

Á meðan forseti Íslands í félagi við utanríkisráðherra á kurteisislegt Sunnudagsspjall við Vladimir Putin Rússlandsforseta og kveinkar sér við Putin yfir afkomu Íslenskra fisksala undir viðskiptaþvingunum, þá fremur Vladimir Putin stríðsglæpi í Sýrlandi, heldur áfram að viðhalda Krímskaga undir sinni stjórn í trássi við alþjóðalög og fangelsar bæði blaðamenn og pólitíska andstæðinga eða einfaldlega lætur myrða þá.

En engu að síður væla Íslendingar utan í Rússum, eins og gamlar fúlar mellur.

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Það má drepa samkvæmt viðurkenndum aðferðum

| Sandkassinn |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.