Að horfið verði frá níðingsstefnu vesturlanda í þriðjaheimsríkjum.

 

Hér á miðli fjölmenningar hefur sá sem hér situr ekki margt að segja um morðin í Frakklandi, eða fjöldamorðin í Nígeríu. Ég hef aftur á móti mínar skoðannir á því hvaða morð fá meiri umfjöllun fram yfir önnur. Utanríkisstefna Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er að láta eiturlyfjasmygl óáreitt. Þeir halda jú uppi sýndarbarráttu gegn þessari iðju á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna, en það er ljóst að ekki stendur til að stöðva innflutninginn. Fleiri tugir þúsunda óbreyttra borgara hafa fallið í grimmilegum fjöldamorðum á undanförnum árum fyrir hendi eiturlyfjahringja einungis rétt utan við landamærin. Umheimurinn lætur sig þetta ástand engu skipta. Ljóst er að þessi skálmöld hefur það eitt að markmiði að vekja ótta og skelfingu meðal almennings.

Morðin og gíslatakan í Frakklandi eru í engu frábrugðin. Tilgangurinn með þeim er sá sami, að vekja skelfingu meðal almennings. Líklegt er að þetta sé einungis forsmekkurinn að því sem koma skal og munum við líklega sjá mikið af þessum hryðjuverkum á næstunni, jafnvel á næstu árum. En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að morð eru framin alla daga, tilgangslaus og viðbjóðsleg í flestum tilfellum. Það er nauðsynlegt fyrir okkur á vesturlöndum að halda ró okkar í gegn um fregnir af þessum atburðum. Við skulum átta okkur á að verið er að fremja þessa verknaði út um allan heim, alla daga og að ástæðulausu.

Við skulum einnig átta okkur á að ef við tengjum þessi voðaverk við Islamstrú eða Kóraninn, þá erum við að falla í þá gryfju sem þessir glæpamenn vilja að föllum í. Þetta er ekki trúað fólk, ekki frekar en starfsmenn rannsóknarréttarins voru trúaðir menn. Þetta eru afvegaleiddir glæpamenn sem eru haldnir óeðli og að baki þessum voðaverkum þeirra eru margvíslegar jafnan pólitískar ástæður sem ekki eru þær sömu frá einu landi til annars, einu héraði til annars.

En ef einhver rauður þráður er í gegn um alla þessa óöld sem ríkir víða í heiminum, þá er það afskiptaleysi vesturlanda sem er til komið af hagsmunagæslu. Evrópusambandið lítur á Afríku sem matarkistu og auðlindafríríki. Bandaríkin hafa arðrænt Suðurameríku alla tíð með neðanjarðar-nýlendustefnu. Allt þetta skiptir okkur hér á landi engu máli dags daglega, okkur er hreint út sagt skítsama þótt 30.000 manns í Afríku séu hraktir frá heimkynnum sínum vegna þess að Evrópusambandið er leynilega að byggja vatsaflsvikjun þar sem að orkunni verður veitt til landamæra Evrópusambandsins.

Okkur er skítsama þótt togarar Evrópusambandsins og Íslenskra útgerðarfyrirtækja, séu búnir að eyðileggja til framtíðar fiskimið Senegal og víðar, fiskimið sem voru margfalt gjöfulli en okkar eigin. Þáttaka okkar í níðingsskap gagnvart íbúum þessara landa er margslungin og leiðir af sér dauða, fátækt og þjóðarhörmungar. Það er því líklega komin tími á að vesturlönd endurskoði framferði sitt gagnvart umheiminum. Ég persónulega álít þessi voðaverk vera til merkis um að siðmennt þurfi að koma til á vesturlöndum. Að horfið verði frá níðingsstefnu vesturlanda í þriðjaheimsríkjum.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Það verða alltaf morðingjar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.