Svo virðist sem að almannarómur hafi tekið þó nokkra beygju og að loksins sé að skapast breið samstaða um að okkur beri að taka við margfalt fleiri flóttamönnum en við höfum gert hingað til. Það er reyndar vert að halda því til haga að þegjandi samkomulag hefur ríkt milli bæði stjórnar og stjórnarandstöðuflokka alla tíð, um að vera sem minnst að hrófla við þessum málaflokki. Meðan Ísland hefur verið að taka skammarlega við á bilinu 10-15 hælisleitendum á ári sama hvaða flokkar hafa verið við völd, fjöldi flóttamanna sem við höfum tekið við hefur einnig verið afar takmarkaður, lítið hefur verið vakið máls á þessu í gegn um tíðina. Einangrunarstefnan skrifast því á alla flokka sem falla undir fjórflokkinn.

Nú liggur stefnubreyting í loftinu. Hvort sem kölluð verður saman nefnd eða vinnuhópur og má því búast við stórauknum fjölda fólks hingað til lands frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi. Ekki geri ég ráð fyrir að Suður Súdan sé þarna inni í myndinni en nokkrar milljónir manns flýja átök á því svæði. Eðlilegt væri náttúrulega að hluti þess fólks yrði inni í menginu hjá okkur.

Þetta þarf að undirbúa og í raun má segja að undirbúningur þurfi að eiga sér stað um leið og áætlun er hrundið af stað enda er neyðarástand á ferðinni. Spurningar vakna um aðbúnað, húsnæði, mannafla og kerfisþætti sem verður að innleiða svo að hægt verði að taka á móti stórum hópum fólks.

Einnig hlýtur ýmislegt fleira að skoðast. Borg­ar­stjórn bannaði sem dæmi árið 2011 sam­skipti leik- og grunn­skóla og frí­stunda­heim­ila borg­ar­inn­ar við trú­ar- og lífs­skoðun­ar­fé­lög. Þennan möguleika hljóta þau sveitarfélög að skoða sem nú hafa lýst yfir vilja til að taka við flóttamönnum. Einnig hljóta að koma til álita spurninga um búrkunotkun eða hvort fólki skuli leyfast að hylja andlit sín á almannafæri. Þá þarf að fræða þá sem hingað flytja um eðli þess jafnréttissamfélags sem hér er. Hér á landi er skólakerfið ekki kynjaskipt og konur standa körlum jafnfætis í öllum málum og undir öllum kringumstæðum. Allt kallar þetta á heilmikla fræðslu og einhverjar kerfisbreytingar.

Það eru því umbrotatímar framundan. Þeim tímum hljótum við að taka fagnandi og án snefils af ótta enda stendur Íslandi skylda til þessarar aðgerðar, ekkert annað kemur til greina en að við gerum okkar í stöðunni. Þetta verður ekki auðvelt, en þetta verður vegferð okkar til nýrra og fjölbreyttara Íslands með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Þetta verður lýðræðisferli sem við munum þurfa að draga ríkan lærdóm af. Einnig þurfum við að gera ráð fyrir því að viss hluti þess fólks sem hingað kemur, muni vilja snúa aftur til síns heimalands eftir að átökum þar lýkur. Það kallar einnig á áætlanasmíði af hálfu hins opinbera.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Þagnarsáttmáli fjórflokksins um flóttamenn

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.