Ég varð fyrir þeirri þolraun í gær  að heyra Ólínu Þorvarðardóttur reyna að krafla sig frá ábyrgð Samfylkingarinnar í fiskveiðistjórnarmálum. Aðspurð um svik Samfylkingarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, þá gerði Ólína raunverulega tilraun til að kenna úrsögn þingmanna úr samstarfsflokknum um, að vegna úrsagnar hinna þá títt umtöluðu ‘villikatta’ úr Vinstri Grænum, þá hefði ekki ríkt samstaða um breytingar á kerfinu í stjórninni sem þá hefði verið orðin minnihlutastjórn.

Hér fabúlerar því Ólína Þorvarðar. Svikin ritast fyllilega á báða flokka, Samfylkingu og VG.

Nú getur Ólína reynt að fikta við þessa sögu eftirá en niðurstaðan er sú að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ákvað að gera ekki neinar varanlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta eru meðal annars ástæður þess að fylgi flokksins hefur hrunið og það er líka í góðu lagi. Stjórnmálaflokkur er engin sinfóníuhljómsveit sem fólk vill fyrir alla muni að haldi velli. Stjórnmálahreyfingar eiga að lifa og deyja uppruna sínum og elli.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Þeir stíga ekki í vitið

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.