12974545_770628659740355_4015977747115689169_nNú hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagt fram gögn frá endurskoðanda sínum sem hann telur að eigi að duga til að teljast megi að hann hafi opnað bókhald sitt frá því tímabili er hann hefur gengt ráðherraembætti. Þarna leggur Bjarni fram álíka upplýsingar og þau Eygló Harðardóttir og Árni Páll Árnason hafa gert. Í stuttu máli þá eru þessi gögn frá endurskoðanda Bjarna Benediktssonar ekki til neins, þau upplýsa ekki á nokkurn hátt raunveruleikann í rekstrarmálum ráðherrans.

Til þess þarf að fara fram rannsókn.

Stigsmunur er þó á tilfellum Eyglóar og Árna gagnvart Bjarna Benediktssyni sem orðið hefur uppvís að viðskiptum við hin myrku öfl. Ástæða er því til að gera allt aðrar kröfur til hans um skattagögn heldur en hinna tveggja.

Ekki verður þó sagt að yfirlit og bréf frá endurskoðanda Bjarna Benedikssonar segi manni mikið. Það er vissulega hefðin í smávægilegum rekstrarmálum að láta sér nægja undirskrift löggilts endurskoðanda. En Panama-skjölin eru ekkert venjulegt mál. Þvert á móti þá er hér fjallað um peningaþvætti á stórum scala sem glæpsamlegustu fjármagnslínur jarðar tengjast.

13010811_770628663073688_7200300619407588398_nBréf frá endurskoðanda bara gildir ekki í þessu tilfelli enda getur endurskoðandi einungis unnið með þær upplýsingar sem hann hefur undir höndum. Ekki heldur skattaframtal enda á alfarið eftir að rannsaka hvort að gögnin sem skattframtöl hans byggjast á eru í lagi. Miðað við annað sem sést hefur frá Mossack Fonseca, þá er einungis hægt að áætla að ekkert sé að marka nein gögn frá þeim.

Þannig að Bjarni Benediktsson er ekki laus neinna mála. Hér er alls ekki verið að gera á nokkurn hátt lítið úr frammistöðu löggilts endurskoðanda fjármálaráðherra, einungis verið að gera athugasemd við tilurð og uppruna þeirra gagna sem skattframtöl fjármálaráðherra byggjast á.

Það sem skiptir mestu máli er ekki skattskýrslan eða niðurstaða hennar, það sem segir okkur hvað sé á ferðinni eru fylgigögnin, þau vantar. Og þótt einhverjum þeirra yrði slengt fram, þá væru þau að mestu véfengjanleg svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Eftir situr því stórskaddaður þingmaður og ráðherra sem gerði öllum greiða, þar með talið sínum eigin flokki, með því að hætta þingsetu, segja af sér ráðherradómi, fara frá sem formaður Sjálfstæðisflokksins og því næst sleppa því að bjóða sig fram til þingsetu í alþingiskosningum í haust.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Þetta eru ekki gögnin Bjarni

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.