Helst vildi ég þetta auma pakk færi í appelsínugula galla og myndi vinna í samfélagsþjónustu.

Núna þegar rykið er að setjast, eftir vægast sagt viðburðarríkar vikur, þá eru ótrúlegir hlutir að gerast í íslenskri pólitík.
Annar ríkisstjórnarflokkurinn bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðunarkönnun um heil 5 %.

Þetta er mér algjörlega óskiljanlegt. Þegar 25% launþega í landinu lifa á yfirdrætti í þessu umhverfi sem okkur er tjáð að sé svo heilbrigt, hér ríki stöðugleiki og uppgangur og ekkert atvinnuleysi. Það er aðallega að þakka auknum ferðamannastraumi hingað til lands. Hvar værum við stödd ef hans nyti ekki við. Það er á hreinu að ekki hefur ríkið verið að setja mikið fjármagn í að styrkja innviði þeirra greinar. Þannig að ekki getur þetta aukna fylgi verið koma þaðan, því á ég bágt með að trúa. Íslensk.

Ég hlustaði á framkvæmdarstjóra samtaka atvinnulífsins í útvarpinu í gær á bylgjunni. Þar var hann spurður um gjaldeyrismál þjóðarinnar hvort við íslendingar ættum að halda krónunni eða ekki. Það var sama klassiska jarmið sem kom frá honum eins og alltaf. Agaleysi í ríkisfjármálum og ríkið er allt lifandi að drepa sem hamlar uppgangi fyrir hinn frjálsa markað.  

Ég gat ekki betur heyrt á honum en við ættum að halda krónunni. Kannski vegna þess að hans umbjóðendur hafa annað gengi að erlendu fé en almenningur.
Þá spyr ég sem launaþegi sem fær greitt í óverðtryggðum krónum og borga mín lán í verðtryggðum hver yrðu mín besta kjarabót til lengri tíma litið ?
Jú ef ég fengi að borga mín lán í þeim gjaldmiðli sem hefur sama vægi og lánið sjálft.

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdarstjóri samtaka atvinnulífsins talaði um aga í ríkisfjármálum, en hann  minntist ekki einu orði á þá sem hafa verið að fara með fé úr landi í aflandseyjar.

Af hverju skildu það nú vera ?

Eitt er á hreinu, það er ekki fólkið sem sem lifir á yfirdrætti. það er ekki venjulegt launafólk sem borgar verðtryggðu lánin sín með óverðtryggðum krónum ?  

Hverjar eru þá þessar aumu 600 mannverur sem hafa stofnað 800 reikninga á aflandseyjum til þess eins að stinga undan samneyslunni !

Er ekki líklegt að það séu fjármagneigendur þeir sömu sem telja að hinn frjálsi markaður fái ekki að blómstra, vegna agaleysis í ríkisfjármálum !

Myndi fjárhagsstaða ríkisins ekki líta öðruvísi út ef þessum peningum hafi ekki verið stungið undan ?  Hefði ríkið þá þurft að fara í sársaukafullan niðurskurð í stoð og grunnsþjónustu fyrir almenning í landinu, maður spyr sig.

Nei ég hlusta ekki á þetta jarm meira í samtökum atvinnulífisins. Krónan er gott stjórntæki fyrir atvinnurekendur til að halda launafólki niðri það er staðreynd. Því þeirra umhverfi er allt annað þegar kemur að fjármagnshöftum. Því hér búa nefnilega tvær þjóðir, krónufólkið og hinir.

Hverjar ættu að vera afleiðingar fyrir þessar aumu mannverur sem stinga undan samneyslunni? Fullt af þessum málum eru fyrnd því miður og það munu engar afleiðingar verða í framtíðinni fyrir það auma fólk. Ég er þeirra skoðunnar að við ættum að fá mynd og nafnabirtingu á þessu aumu mannaverum. Helst vildi ég þetta auma pakk færi í appelsínugula galla og myndu vinna í samfélagsþjónustu. Í umönnunarstörfum í þágu þeirra sem minnst mega sín samfélaginu.  Þrif á spítulum landsins nú eða laga götunar okkar.

Davíð Bergmann

Davíð Bergmann

Starfar á Stuðlum, Meðferðarheimili fyrir börn og unglinga.
Davíð Bergmann

þetta pakk færi í appelsínugula galla

| Davíð Bergmann |
About The Author
- Starfar á Stuðlum, Meðferðarheimili fyrir börn og unglinga.