gw-badgeÞá er það komið á daginn að Nýtt Afl, Flokkur fólksins og Íslenska Þjóðfylkingin gerðu tilraun til sameiningar í byrjun kosningabaráttunnar. Samkvæmt orðum Helga Helgasonar í tilkynningu sem hann ritar f.h. stjórnar Íslensku Þjóðfylkingarinnar, þá hefur Flokkur Fólksins átt upptökin að þessum ætlaða samruna, en hann segir tvívegis hafi farið fram fundir milli FF og ÞF þar sem að þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Jens G. Jensson fóru til fundar við Flokk fólksins í fyrra skiptið.

Í seinna skiptið fer Helgi sjálfur til fundar. Í bæði skiptin biðu samningsdrög eftir Þjóðfylkingarmönnum, sem dregin höfðu verið upp af Flokki fólksins.

Á fyrri fundinum hljóðaði samningurinn upp á að Þjóðfylkingin innlimaðist í Flokk fólksins. Á seinni fundinum hljóðaði samningurinn upp á að Flokkur fólksins innlimaðist í Þjóðfylkinguna. Athygli vekur að Nýtt afl, sem var flokkur Jóns Magnússonar sem síðar gekk inn í Frjálslynda Flokkinn sáluga, er þarna þriðji aðilinn í sameiningunni og skýrir aðild Nýs afls stöðu og viðveru Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í oddvitasæti hjá Flokki fólksins.

Magnús Þór Hafsteinsson & Inga Sæland

Inga Sæland hefur verið afar ósannfærandi í útskýringum sínum á oddvitastöðu rasistans Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og hefur hún reynt að halda því fram að hún kunni engin skil eða hafi enga vitneskju um fortíð Magnúsar Þórs í pólitík. Hér virðist þó sem að Inga Sæland sé í raun úlfur í sauðagæru, hún þvert á móti þekki sig vel og sé heimakær í helstu kreðsum Íslenskra rasista. Ekki nóg með það heldur megi einfaldlega leiða líkum að því að hún sem lögfræðingur, hafi hannað þessi samningsdrög bæði tvö en í báðum tilfellum ganga þau út á að sópa helsta rasistageri landsins saman í eitt framboð.

Til að bæta síðan gráu ofan á svart, þá er kveðið á um það í þessum drögum að flokkarnir 3 muni síðan splittast upp strax eftir kosningar, taka upp sín fyrri nöfn en að fjárframlag frá alþingi muni skiptast í þrennt. 3 manna ráð þessara þriggja flokka muni starfa einungis fram að kosningum og að stefna Flokks fólksins í velferðarmálum muni gang inn í stefnu Þjóðfylkingarinnar.

Þetta þýðir að Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hefur verið meira en tilbúin að gera að sinni, stefnu Þjóðfylkingarinnar um að meina t.d. fjölskyldum flóttafólks að sameinast eða að afnema trúfrelsi í landinu.

Einnig er þarna verið að svindla á 5% reglunni og véla um framlag alþingis til þeirra stjórnmálahreyfinga sem að sannarlega eru með tengsl við alþingi.

14711382_1802744516670545_7662999358915597243_o

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

“Þjóðfylkingin, flokkur fólksins með nýju afli”

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.