Það er ástæða fyrir því að ég hef ekki verið mikið að skrifa um Þjóðfylkinguna. Hún er fyrst og fremst sú að ég á erfitt með að taka hana alvarlega. Fyrir mér eru þetta einhverjir brjóstumkennanlegir menn og konur sem kerfið hefur vanrækt, fólk sem gleymt hefur að taka lyfin sín. Ógæfufólk og ræfilslegur skríll. Ég dáist að Semu Erlu Serdar og fleirum sem tilbúnir eru til rökræðna við svona vemmilegt eymingjalið sem sumt hvert skreytir sig með prófum og titlum.

En sjálfur er ég ófullkominn maður, ég hefði t.d. barist frekar með The Black Panthers í Bandaríkjunum, heldur en Martinn Luther King. Ég er herskár maður í eðli mínu og hef lifað nógu lengi til að vita að því verður ekki breytt. Þetta þýðir að Þjóðfylkingin er fyrir neðan mína virðingu og ávarpa ég meðlimi hennar ekki öðruvísi en sem rasista og aumingja. Meðlimir hennar eru í mínum augum non grata, hópsálir og ræflar sem ég mun ætíð virða fyrir mér ofan frá.

Ég á ekki í samræðum við rusl. En því skal ég lofa ykkur að Þjóðfylkingin mun fá að finna fyrir því hér á Sandkassanum, raunar svo illilega að margir þeirra munu ákveða að segja sig úr ófögnuðinum. Það er nefnilega svo að við eigum einungis 1 mannorð og þegar mannorðið er farið, þá kemur það sjaldnast til baka.

Ef þú ert tilbúin að vera kallaður (kölluð), rasisti, á opinberum vettvangi oft og ítrekað. Þá skaltu fyrir alla muni vera meðlimur í Þjóðfylkingunni.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Þjóðfylkingin: Samansafn lítilmenna

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.